Erlent

Skot­á­rás ná­lægt Hvíta húsinu

Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Þjóðverðir við Hvíta húsið.
Þjóðverðir við Hvíta húsið. AP

Tveir einkennisklæddir hermenn í Þjóðvarðaiði Bandaríkjanna voru skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washinton D.C., rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. 

ABC greinir frá og segir enn fremur að hermennirnir tveir hafi virst vera klæddir í einkennisfatnað þjóðvarða. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið.

Kristi Noem Heimavarnaráðherra staðfestir þetta við fjölmiðla vestanhafs að um þjóðvarðliða sé að ræða.

Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP

ABC hefur eftir heimildum sínum að meintur árásarmaður hafi verið felldur.

Frétt verður uppfærð.

Rauða blaðran merkir gatnamótin þar sem árásin átti sér stað.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×