Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2025 15:08 Lögregluþjónninn sagði manninum að sýna hendur sýnar, ellegar yrði hann skotinn. Skjáskot Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Maðurinn, sem heitir Horey Philips og er 36 ára gamall, lifði af en nú er talið að hann hafi ekki verið vopnaður og upptaka úr vestismyndavél lögregluþjónsins sýnir hann ekki halda á byssu. Á myndbandinu, sem áhugasamir geta fundið hér ásamt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem kona sagði Philips vopnaðan, má sjá og heyra þegar lögregluþjónninn skipar Philips að taka hendur úr vösum og leggjast í jörðina, annars yrði hann skotinn. Innan við 25 sekúndum eftir að hann steig úr bíl sínum skaut lögregluþjónninn ítrekað í átt að Philips. Óljóst er hve oft hann hæfði Philips en í frétt CBS News segir að hann hafi verið alvarlega særður eftir skothríðina. Hann er sagður meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Sjá má á myndbandinu að Philips ítrekaði eftir að hann var skotinn að hann hefði ekki verið með byssu og fundu lögregluþjónar ekki byssu á honum. Á meðan Philips lá í jörðinni kallaði lögregluþjónninn á hann og sagði honum að taka hendur úr vösum sínum, ellegar yrði hann skotinn aftur. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS News, þar sem fjallað er um málið og myndefni sýnt. Atvikið átti sér stað þann 11. nóvember um klukkan níu að kvöldi til. Lögreglunni barst símtal frá konu sem sagðist vera barþjónn og sagðist hún hafa vísað Philips út og hann væri nú fyrir utan barinn með byssu og hefði reynt að skjóta inn um gluggann. Konan sagði að það hefði þó ekki heppnast. Engin byssa fannst á vettvangi og til rannsóknar er hvort Philips hafi mögulega losað sig við byssu áður en lögregluþjón bar að garði. Samkvæmt frétt USA Today hefur fjölskylda mannsins fordæmt lögregluþjóninn vegna málsins og kvartað yfir því að hann hafi ekki gert nokkra tilraun til að draga úr spennu. Móðir Philips segist ekki skilja af hverju lögreglan reyndi ekki einu sinni að tala við hann. Lögreglan segir atvikið til rannsóknar og að til standi að endurskoða þjálfun varðandi samskipti og tilraunir til að draga úr spennu. Borgarstjóri Akron hefur slegið á sömu strengi og sagt að lært verði af atvikinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Horey Philips og er 36 ára gamall, lifði af en nú er talið að hann hafi ekki verið vopnaður og upptaka úr vestismyndavél lögregluþjónsins sýnir hann ekki halda á byssu. Á myndbandinu, sem áhugasamir geta fundið hér ásamt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem kona sagði Philips vopnaðan, má sjá og heyra þegar lögregluþjónninn skipar Philips að taka hendur úr vösum og leggjast í jörðina, annars yrði hann skotinn. Innan við 25 sekúndum eftir að hann steig úr bíl sínum skaut lögregluþjónninn ítrekað í átt að Philips. Óljóst er hve oft hann hæfði Philips en í frétt CBS News segir að hann hafi verið alvarlega særður eftir skothríðina. Hann er sagður meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Sjá má á myndbandinu að Philips ítrekaði eftir að hann var skotinn að hann hefði ekki verið með byssu og fundu lögregluþjónar ekki byssu á honum. Á meðan Philips lá í jörðinni kallaði lögregluþjónninn á hann og sagði honum að taka hendur úr vösum sínum, ellegar yrði hann skotinn aftur. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS News, þar sem fjallað er um málið og myndefni sýnt. Atvikið átti sér stað þann 11. nóvember um klukkan níu að kvöldi til. Lögreglunni barst símtal frá konu sem sagðist vera barþjónn og sagðist hún hafa vísað Philips út og hann væri nú fyrir utan barinn með byssu og hefði reynt að skjóta inn um gluggann. Konan sagði að það hefði þó ekki heppnast. Engin byssa fannst á vettvangi og til rannsóknar er hvort Philips hafi mögulega losað sig við byssu áður en lögregluþjón bar að garði. Samkvæmt frétt USA Today hefur fjölskylda mannsins fordæmt lögregluþjóninn vegna málsins og kvartað yfir því að hann hafi ekki gert nokkra tilraun til að draga úr spennu. Móðir Philips segist ekki skilja af hverju lögreglan reyndi ekki einu sinni að tala við hann. Lögreglan segir atvikið til rannsóknar og að til standi að endurskoða þjálfun varðandi samskipti og tilraunir til að draga úr spennu. Borgarstjóri Akron hefur slegið á sömu strengi og sagt að lært verði af atvikinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira