Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar 12. nóvember 2025 13:31 Það er orðið sárt að horfa upp á takmarkaða möguleika unga fólksins okkar til að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Sífellt stærri hópur býr fram eftir öllu í foreldrahúsum eða ílengist á leigumarkaði. Þröskuldurinn inn á húsnæðismarkaðinn hækkar með hverju árinu. Á sama tíma standa rándýrar íbúðir sem búið er að byggja auðar, jafnvel árum saman. Alltof margar eru þær í eigu fjárfesta sem bíða eftir því að rétt verð fáist og fjárfestingin skili þeim arði. Þetta er ekki eðlileg þróun. Þetta er merki um markað sem hefur misst jafnvægið – og glatað hlutverki sínu. Hækkun langt umfram laun og byggingarkostnað Nýjasta efnahagsskýrslan frá OECD dregur þetta skýrt fram. Þar kemur fram að húsnæðisverð á Íslandi hafi undanfarin ár hækkað langt umfram bæði laun og byggingarkostnað. Frá árinu 2015 hefur raunverð fasteigna nær tvöfaldast, miklu hraðar en í flestum samanburðarlöndum. Þetta sést vel á meðfylgjandi myndum. OECD hefur bent á að þessi þróun sé ekki sjálfbær og að stjórnvöld verði að bregðast við með því að auka framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði og auka aðgengi að hagkvæmum byggingarlóðum. Húsnæðismarkaðurinn þarf að þjóna fólkinu – ekki fjármálakerfinu. Ríkisstjórnin þarf að gera betur Ríkisstjórnin kynnti á dögunum fyrsta húsnæðispakkann sinn; aðgerðir sem miða að því að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Það er í sjálfu sér ánægjulegt. Það er löngu tímabært að ráðast í tiltekt á húsnæðismarkaði, draga úr skattalegum hvötum til að safna íbúðum og takmarka skammtímaleigu sem dregur úr framboði íbúða til sölu og langtímaleigu. Við fögnum einnig þeirri ákvörðun að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Það er úrræði sem raunverulega skiptir máli fyrir ungt fólk sem er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði í fyrsta sinn. En ríkisstjórnin þarf að halda áfram og gera meira. Það er sérstaklega mikilvægt að hið opinbera tryggi að lóðaframboð sé nægjanlegt og að bygging nýrra íbúða verði hagkvæm og örugg. Einnig þarf að tryggja að þá uppbyggingu leiði iðn- og tæknimenntað starfsfólk. Nýlegar fréttir um aukna tíðni galla í nýbyggingum minna okkur á að það skiptir máli hverjir byggja. Stjórnvöld þurfa að styrkja iðnlöggjöfina og veita eftirlitsaðilum heimildir til að beita fyrirtæki viðurlögum, þegar ómenntað fólk gengur iðnaðarstörf. Þá væri skynsamlegt og þjóðhagslega rétt að endurvekja endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu lærðra iðnaðarmanna. Það myndi ekki aðeins lækka kostnað heldur draga úr hvötum til svartrar atvinnustarfsemi og ýta undir fagmennsku í byggingariðnaði. Maka krókinn á kostnað almennings Hægt hefur á vexti hafkerfisins og mikil óvissa er uppi vegna dóms Hæstaréttar um vaxtakjör. Áföll á borð við gjaldþrot Play og bilunina í Norðuráli vekja hjá öllum ugg. Þrátt fyrir þessar aðstæður fáum við reglubundið fréttir af því að lykilfyrirtæki í íslensku samfélagi maki krókinn sem aldrei fyrr. Matvörurisi hagnaðist þannig um tæpa fjóra milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Bankarnir græða á tá og fingri. Formaður Neytendasamtakanna benti í vikunni á að vaxtamunur er hvergi meiri innan Evrópu en á Íslandi. Við getum ekki byggt upp samfélag þar sem bankar, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki skila methagnaði á sama tíma og almenningur neyðist til að draga saman seglin. Þá eru það vonbrigði að bankarnir skuli ekki bregðast með betri hætti við dómi Hæstaréttar. Verkalýðshreyfingin skrifaði undir hófsamar launahækkanir í fyrra – til að berjast gegn vöxtum og verðbólgu – í þeirri von að aðrir spiluðu með. Í stað þess nýta stórfyrirtækin sér ástandið til að styrkja stöðu sína. Það er ólíðandi. Seðlabankinn þarf nú að stíga fram og horfa til heildarinnar. Það er kominn tími til að lækka vexti. Heimilin í landinu bera nú þyngstu byrðina, og áframhaldandi háir vextir gera ekkert annað en kæfa almenning og smærri fyrirtæki í landinu. Ef gjaldmiðillinn þjónar ekki hagsmunum almennings, heldur fyrst og fremst hagsmunum fjármagnseigenda og spákaupmanna, þá er það áhyggjuefni sem við verðum að takast á við sem samfélag. Þurfum að svara spurningum Þessi vegferð sem hér hefur verið lýst getur ekki haldið áfram því þá verður enginn eftir til að halda uppi samfélaginu. Við þurfum að fara að ræða lausnir án þess að fara í gamalkunnar skotgrafir í þeim efnum. Höfundur er formaður Samiðnar – landssambands iðnfélaga á Íslandi og Félags iðn- og tæknigreina (FIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Hilmar Harðarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið sárt að horfa upp á takmarkaða möguleika unga fólksins okkar til að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Sífellt stærri hópur býr fram eftir öllu í foreldrahúsum eða ílengist á leigumarkaði. Þröskuldurinn inn á húsnæðismarkaðinn hækkar með hverju árinu. Á sama tíma standa rándýrar íbúðir sem búið er að byggja auðar, jafnvel árum saman. Alltof margar eru þær í eigu fjárfesta sem bíða eftir því að rétt verð fáist og fjárfestingin skili þeim arði. Þetta er ekki eðlileg þróun. Þetta er merki um markað sem hefur misst jafnvægið – og glatað hlutverki sínu. Hækkun langt umfram laun og byggingarkostnað Nýjasta efnahagsskýrslan frá OECD dregur þetta skýrt fram. Þar kemur fram að húsnæðisverð á Íslandi hafi undanfarin ár hækkað langt umfram bæði laun og byggingarkostnað. Frá árinu 2015 hefur raunverð fasteigna nær tvöfaldast, miklu hraðar en í flestum samanburðarlöndum. Þetta sést vel á meðfylgjandi myndum. OECD hefur bent á að þessi þróun sé ekki sjálfbær og að stjórnvöld verði að bregðast við með því að auka framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði og auka aðgengi að hagkvæmum byggingarlóðum. Húsnæðismarkaðurinn þarf að þjóna fólkinu – ekki fjármálakerfinu. Ríkisstjórnin þarf að gera betur Ríkisstjórnin kynnti á dögunum fyrsta húsnæðispakkann sinn; aðgerðir sem miða að því að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Það er í sjálfu sér ánægjulegt. Það er löngu tímabært að ráðast í tiltekt á húsnæðismarkaði, draga úr skattalegum hvötum til að safna íbúðum og takmarka skammtímaleigu sem dregur úr framboði íbúða til sölu og langtímaleigu. Við fögnum einnig þeirri ákvörðun að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Það er úrræði sem raunverulega skiptir máli fyrir ungt fólk sem er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði í fyrsta sinn. En ríkisstjórnin þarf að halda áfram og gera meira. Það er sérstaklega mikilvægt að hið opinbera tryggi að lóðaframboð sé nægjanlegt og að bygging nýrra íbúða verði hagkvæm og örugg. Einnig þarf að tryggja að þá uppbyggingu leiði iðn- og tæknimenntað starfsfólk. Nýlegar fréttir um aukna tíðni galla í nýbyggingum minna okkur á að það skiptir máli hverjir byggja. Stjórnvöld þurfa að styrkja iðnlöggjöfina og veita eftirlitsaðilum heimildir til að beita fyrirtæki viðurlögum, þegar ómenntað fólk gengur iðnaðarstörf. Þá væri skynsamlegt og þjóðhagslega rétt að endurvekja endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu lærðra iðnaðarmanna. Það myndi ekki aðeins lækka kostnað heldur draga úr hvötum til svartrar atvinnustarfsemi og ýta undir fagmennsku í byggingariðnaði. Maka krókinn á kostnað almennings Hægt hefur á vexti hafkerfisins og mikil óvissa er uppi vegna dóms Hæstaréttar um vaxtakjör. Áföll á borð við gjaldþrot Play og bilunina í Norðuráli vekja hjá öllum ugg. Þrátt fyrir þessar aðstæður fáum við reglubundið fréttir af því að lykilfyrirtæki í íslensku samfélagi maki krókinn sem aldrei fyrr. Matvörurisi hagnaðist þannig um tæpa fjóra milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Bankarnir græða á tá og fingri. Formaður Neytendasamtakanna benti í vikunni á að vaxtamunur er hvergi meiri innan Evrópu en á Íslandi. Við getum ekki byggt upp samfélag þar sem bankar, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki skila methagnaði á sama tíma og almenningur neyðist til að draga saman seglin. Þá eru það vonbrigði að bankarnir skuli ekki bregðast með betri hætti við dómi Hæstaréttar. Verkalýðshreyfingin skrifaði undir hófsamar launahækkanir í fyrra – til að berjast gegn vöxtum og verðbólgu – í þeirri von að aðrir spiluðu með. Í stað þess nýta stórfyrirtækin sér ástandið til að styrkja stöðu sína. Það er ólíðandi. Seðlabankinn þarf nú að stíga fram og horfa til heildarinnar. Það er kominn tími til að lækka vexti. Heimilin í landinu bera nú þyngstu byrðina, og áframhaldandi háir vextir gera ekkert annað en kæfa almenning og smærri fyrirtæki í landinu. Ef gjaldmiðillinn þjónar ekki hagsmunum almennings, heldur fyrst og fremst hagsmunum fjármagnseigenda og spákaupmanna, þá er það áhyggjuefni sem við verðum að takast á við sem samfélag. Þurfum að svara spurningum Þessi vegferð sem hér hefur verið lýst getur ekki haldið áfram því þá verður enginn eftir til að halda uppi samfélaginu. Við þurfum að fara að ræða lausnir án þess að fara í gamalkunnar skotgrafir í þeim efnum. Höfundur er formaður Samiðnar – landssambands iðnfélaga á Íslandi og Félags iðn- og tæknigreina (FIT).
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun