Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég Helsinki, ásamt nokkrum öðrum kennurum sem kenna íslensku sem annað mál í skólanum okkar, Múltikúlti íslensku. Þar kynntum við okkur kennsluhætti í tungumálakennslu, en þó aðallega finnskukennslu og hvernig staðið er að þeim málum, m.a. í stærstu fullorðinsfræðslustofnun Finnlands. Í Finnlandi munar miklu, bæði hvað varðar kröfur til innflytjenda um finnskukunnáttu, en jafnframt bjóðast innflytjendum mun heildstæðari möguleikar til að læra tungumálið, með mun meiri samfellu í náminu en fólk á kost á hér á landi. En það sem vakti sérstaka athygli mína, nú þegar skera á niður ríkisstyrki til íslenskukennslu á Íslandi, er hvernig staðið er að fjármögnun kennslunnar. Þegar innflytjendur í Helsinki læra finnsku greiðir ríkið um 30% af kostnaði, Helsinki-borg um 60% og nemandinn sjálfur greiðir um 10%. Þetta gildir um almenna innflytjendur, en ekki flóttafólk sem getur sótt námskeið án endurgjalds. Það sama gildir hér á landi um flóttafólk upp að vissu marki. Ég hef ekki fundið neina heildarsamantekt yfir þessi mál á Íslandi, en tölurnar í okkar skóla, þar sem útlit er fyrir að um 2.200 nemendur muni sitja rúmlega 170 íslenskunámskeið á þessu ári, eru svona: Heildargreiðslur fyrir námskeið árið 2025 skiptast sem hér segir:Ríkið greiðir með beinu framlagi: 25%Ríkið greiðir í gegnum VMST með framlagi til flóttafólks og atvinnu- og hælisleitenda: 19%Fyrirtæki greiða fyrir starfsfólk: 2%Nemendur greiða sjálfir 54%. Framlag ríkisins 2025 til Múltikúlti íslensku miðast við ákveðinn fjölda nemenda, samtals rúmlega 1.300 manns, sem lýkur námi með fullnægjandi mætingu (75% mætingu). Þar sem fjöldi nemenda sem hefur uppfyllt þessi skilyrði tvö síðustu ár hefur verið á milli 1.700-1.800 manns hjá skólanum, og verður á þessu ári tæp 2.000, þýðir það að þessar greiðslur dreifast á mun fleiri nemendur og rýrna sem því nemur. Atvinnuleitendur og flóttafólk stunda íslenskunám, eins og áður segir, án endurgjalds (upp að vissu marki) og nema greiðslur VMST um 67% af kostnaði við námskeiðin, en restin kemur frá áðurnefndu reglulegu framlagi ríkisins. En þess má geta að framlag VMST hefur rýrnað um 20% að raunvirði síðan 2020. Í okkar tilfelli kemur aðeins um 2% greiðslna frá fyrirtækjum og stofnunum sem greiða fyrir sitt starfsfólk. Ég geri ráð fyrir að þetta hlutfall sé hærra á landsvísu. Þannig styður t.d. Reykjavíkurborg, auk ýmissa annarra fyrirtækja og stofnana, við íslenskunám starfsfólks en ég hef ekki aðgang að neinni tölfræði um það. Langstærstur hluti okkar nemenda, á annað þúsund manns, greiðir sjálfur um 75% af sínu íslenskunámi. Stærstur hluti þeirra getur sótt í starfsmenntasjóð stéttarfélags síns fyrir meirihluta þess, en það er fé sem er hluti af kjörum þeirra, hluti af launum þeirra, svo þegar upp er staðið greiða þau þetta sjálf. Auk þess er ákveðin mismunun falin í því að innflytjendur þurfa að nota starfsmenntasjóði sína í íslenskunám, á meðan íslenskir kollegar þeirra geta nota þá í hluti sem nýtast beint þeirra störfum og áhugasviði. Auk þess að vera aðgengis-, inngildingar og mannréttindamál tengist þetta sívaxandi umræðu um varðveislu íslenskrar tungu, með gríðarlegri fjölgun innflytjenda til landsins. Þannig er fyrirséð að um miðja öldina verður helmingur vinnuafls á Íslandi af erlendum uppruna. Það hefur verið ærið verkefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við þetta undanfarin ár og þrátt fyrir falleg orð í 17. júní ræðum og einhverja viðleitni af hálfu opinberra aðila er staðan sú að aðeins um 18% innflytjenda á Íslandi teljast hafa góða kunnáttu í íslensku á meðan meðaltal OECD landa um kunnáttu í tungumáli landanna er um 60%. Auðvitað er margt sem veldur. Nánast allir Íslendingar tala ensku og gefa innflytjendum takmarkaða möguleika til að æfa sig í íslensku málsamfélagi. Þá eru stækkandi hópar hér sem komast að miklu leyti upp með að tala sitt móðurmál innan síns samfélags og snjallsímar gefa fólki tækifæri til að vera í miklu sambandi við fjölskyldu og vini í heimalandi þeirra – hið besta mál, en styður ekki við að fólk læri íslensku. En stærsta ástæðan er sú að þrátt fyrir falleg orð hefur íslenskunám innflytjenda ekki verið í forgangi hjá stjórnvöldum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að núverandi ríkisstjórn ætti að láta sig þessi mál varða. Tveir af þremur ríkisstjórnarflokkum kenna sig við og leggja áherslu á jöfnuð. Gott og ódýrt aðgengi að íslenskunámi innflytjenda stuðlar að jöfnuði. Það stuðlar að því að fólk geti bætt laun sín og gerir því kleift að verða fullgildir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Dómsmálaráðherra, sem tilheyrir þriðja flokknum, hefur lagt áherslu á að við fylgjum hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum. Kunnátta innflytjenda í tungumálum Norðurlanda er frá 45-60%, en er eins og áður sagði 18% hér á landi. Þar greiða nemendur einnig lítið eða ekkert fyrir sitt nám. Það þarf auðvitað meira til en aukið fjármagn frá ríkinu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa að auka sinn hlut og svo er ekki síst mikilvægt að það verði vakning hjá almenningi. Það er í ábyrgð okkar allra að tala íslensku við nýja borgara þessa lands. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku og kennir þar íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég Helsinki, ásamt nokkrum öðrum kennurum sem kenna íslensku sem annað mál í skólanum okkar, Múltikúlti íslensku. Þar kynntum við okkur kennsluhætti í tungumálakennslu, en þó aðallega finnskukennslu og hvernig staðið er að þeim málum, m.a. í stærstu fullorðinsfræðslustofnun Finnlands. Í Finnlandi munar miklu, bæði hvað varðar kröfur til innflytjenda um finnskukunnáttu, en jafnframt bjóðast innflytjendum mun heildstæðari möguleikar til að læra tungumálið, með mun meiri samfellu í náminu en fólk á kost á hér á landi. En það sem vakti sérstaka athygli mína, nú þegar skera á niður ríkisstyrki til íslenskukennslu á Íslandi, er hvernig staðið er að fjármögnun kennslunnar. Þegar innflytjendur í Helsinki læra finnsku greiðir ríkið um 30% af kostnaði, Helsinki-borg um 60% og nemandinn sjálfur greiðir um 10%. Þetta gildir um almenna innflytjendur, en ekki flóttafólk sem getur sótt námskeið án endurgjalds. Það sama gildir hér á landi um flóttafólk upp að vissu marki. Ég hef ekki fundið neina heildarsamantekt yfir þessi mál á Íslandi, en tölurnar í okkar skóla, þar sem útlit er fyrir að um 2.200 nemendur muni sitja rúmlega 170 íslenskunámskeið á þessu ári, eru svona: Heildargreiðslur fyrir námskeið árið 2025 skiptast sem hér segir:Ríkið greiðir með beinu framlagi: 25%Ríkið greiðir í gegnum VMST með framlagi til flóttafólks og atvinnu- og hælisleitenda: 19%Fyrirtæki greiða fyrir starfsfólk: 2%Nemendur greiða sjálfir 54%. Framlag ríkisins 2025 til Múltikúlti íslensku miðast við ákveðinn fjölda nemenda, samtals rúmlega 1.300 manns, sem lýkur námi með fullnægjandi mætingu (75% mætingu). Þar sem fjöldi nemenda sem hefur uppfyllt þessi skilyrði tvö síðustu ár hefur verið á milli 1.700-1.800 manns hjá skólanum, og verður á þessu ári tæp 2.000, þýðir það að þessar greiðslur dreifast á mun fleiri nemendur og rýrna sem því nemur. Atvinnuleitendur og flóttafólk stunda íslenskunám, eins og áður segir, án endurgjalds (upp að vissu marki) og nema greiðslur VMST um 67% af kostnaði við námskeiðin, en restin kemur frá áðurnefndu reglulegu framlagi ríkisins. En þess má geta að framlag VMST hefur rýrnað um 20% að raunvirði síðan 2020. Í okkar tilfelli kemur aðeins um 2% greiðslna frá fyrirtækjum og stofnunum sem greiða fyrir sitt starfsfólk. Ég geri ráð fyrir að þetta hlutfall sé hærra á landsvísu. Þannig styður t.d. Reykjavíkurborg, auk ýmissa annarra fyrirtækja og stofnana, við íslenskunám starfsfólks en ég hef ekki aðgang að neinni tölfræði um það. Langstærstur hluti okkar nemenda, á annað þúsund manns, greiðir sjálfur um 75% af sínu íslenskunámi. Stærstur hluti þeirra getur sótt í starfsmenntasjóð stéttarfélags síns fyrir meirihluta þess, en það er fé sem er hluti af kjörum þeirra, hluti af launum þeirra, svo þegar upp er staðið greiða þau þetta sjálf. Auk þess er ákveðin mismunun falin í því að innflytjendur þurfa að nota starfsmenntasjóði sína í íslenskunám, á meðan íslenskir kollegar þeirra geta nota þá í hluti sem nýtast beint þeirra störfum og áhugasviði. Auk þess að vera aðgengis-, inngildingar og mannréttindamál tengist þetta sívaxandi umræðu um varðveislu íslenskrar tungu, með gríðarlegri fjölgun innflytjenda til landsins. Þannig er fyrirséð að um miðja öldina verður helmingur vinnuafls á Íslandi af erlendum uppruna. Það hefur verið ærið verkefni fyrir íslenskt samfélag að takast á við þetta undanfarin ár og þrátt fyrir falleg orð í 17. júní ræðum og einhverja viðleitni af hálfu opinberra aðila er staðan sú að aðeins um 18% innflytjenda á Íslandi teljast hafa góða kunnáttu í íslensku á meðan meðaltal OECD landa um kunnáttu í tungumáli landanna er um 60%. Auðvitað er margt sem veldur. Nánast allir Íslendingar tala ensku og gefa innflytjendum takmarkaða möguleika til að æfa sig í íslensku málsamfélagi. Þá eru stækkandi hópar hér sem komast að miklu leyti upp með að tala sitt móðurmál innan síns samfélags og snjallsímar gefa fólki tækifæri til að vera í miklu sambandi við fjölskyldu og vini í heimalandi þeirra – hið besta mál, en styður ekki við að fólk læri íslensku. En stærsta ástæðan er sú að þrátt fyrir falleg orð hefur íslenskunám innflytjenda ekki verið í forgangi hjá stjórnvöldum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að núverandi ríkisstjórn ætti að láta sig þessi mál varða. Tveir af þremur ríkisstjórnarflokkum kenna sig við og leggja áherslu á jöfnuð. Gott og ódýrt aðgengi að íslenskunámi innflytjenda stuðlar að jöfnuði. Það stuðlar að því að fólk geti bætt laun sín og gerir því kleift að verða fullgildir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Dómsmálaráðherra, sem tilheyrir þriðja flokknum, hefur lagt áherslu á að við fylgjum hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum. Kunnátta innflytjenda í tungumálum Norðurlanda er frá 45-60%, en er eins og áður sagði 18% hér á landi. Þar greiða nemendur einnig lítið eða ekkert fyrir sitt nám. Það þarf auðvitað meira til en aukið fjármagn frá ríkinu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa að auka sinn hlut og svo er ekki síst mikilvægt að það verði vakning hjá almenningi. Það er í ábyrgð okkar allra að tala íslensku við nýja borgara þessa lands. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku og kennir þar íslensku.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar