Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 13:15 Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi mál ríkislögreglustjóra á Sprengisandi. Vísir Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira