Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. október 2025 08:35 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksin, telur þörf á fleiri aðgerðum svo fólkið í landinu finni raunverulega fyrir því. Vísir/Lýður Valberg Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47