Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2025 22:08 Spánverjar komust örugglega í úrslit. EPA/Daniel Pérez Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Belgía er þá fallið niður í B-deild. Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS
Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira