Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 25. október 2025 15:32 Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði. Í raun má segja að það sé sami kostnaður við það að reka vandaða og góða fréttastofu í litlum löndum eins og Grænlandi og Íslandi eins og í stærri löndum sem eru með mörgum sinnum fleiri íbúa, eins og kom fram í rannsókn Signe Ravn-Höjgaard sem tók einnig þátt í málstofunni. Aðkoma ríkisins að stuðningi við fjölmiðla er því mikilvæg. Oft hefur verið þörf á öflugum fjölmiðlum en sjaldan eins og nú þegar tveir þriðju þeirra sem neyta frétta gera það í gegnum samfélagsmiðla þar sem mikil upplýsingaóreiða ríkir, svo ekki sé talað um nú með tilkomu gervigreindar. Ég hef verið hugsi yfir ummælum sem rannsakandinn Carl Heath sem vinnur hjá Swedish Agency for Psychological Defence lét falla í málstofunni, en hann benti á að allir okkar helstu samfélagsmiðlar eru frá Bandaríkjunum, sem ekki er hægt að tala lengur um sem lýðræðisríki heldur ríki sem ber ýmis merki einræðisríkis. Helsti samskiptamáti lýðræðisríkja er þannig stjórnað frá ríki sem ekki er hægt að segja að sé lengur hreint og klárt lýðræðisríki. Þetta felur í sér raunverulegar ógnir. Er gott að samfélagssamtalið okkar sé á bandarískum miðlum? Sænski fræðimaðurinn Staffan I. Lindberg var sá sem Heath hafði fyrir þessari greiningu á stöðu stjórnarfars í Bandaríkjunum í dag. Lindberg er forstöðumaður Varieties of Democracy Institute, rannsóknarstofnun við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Hún var stofnuð árið 2014 af hópi alþjóðlegra fræðimanna, undir forystu Staffans og starfar nú sem miðstöð fyrir stærstu og ítarlegustu gagnasöfnun um lýðræði í heiminum. Hún mælir stöðu lýðræðis í yfir 200 löndum með meira en 400 vísum sem snúa að allt frá kosningum og fjölmiðlafrelsi til réttarríkis og borgaralegra réttinda. Gögnin eru unnin í samstarfi við þúsundir fræðimanna, sérfræðinga og staðbundna matsaðila um allan heim og mynda þau grunninn að árlegri skýrslu rannsóknarstofnunarinnar, sem sýnir þróun lýðræðis og einræðis á heimsvísu. Samkvæmt nýjustu skýrslu frá árinu 2025 sem ber heitið 25 Years of Autocratization - Democracy Trumped? er lýðræði um allan heim á hraðri niðurleið og fjöldi ríkja sem feta nú veg aflýðræðisvæðingar (e.autocratization) hefur aukist. Skoðana- og fjölmiðlafrelsi skerðist í fleiri ríkjum en nokkru sinni fyrr og upplýsingaóreiða sem er meðal annars af hálfu stjórnvalda ásamt skautun eru lykilorsök fyrir þessum vexti. “Disinformation, media capture, and increasing polarization are key drivers of democratic decline, eroding trust and enabling executive aggrandizement.” Það er sögulegur viðsnúningur í gangi. Við lifum á tíma þar sem meirihluti mannkyns býr í einræðisríkjum, ekki lýðræðisríkjum og veiku lýðræðisríkin eru ekki lengur bundin við ungar eða brothættar lýðæðisþjóðir, heldur ná til kjarna lýðræðis vestræns heims. Upplýsingaóreiða og skautun brjóta niður traustið sem lýðræði byggir á og býr til þennan jarðveg fyrir einræðistilburði. Það er mikilvægt að við meðtökum þetta nú þegar sömu öfl reyna að ryðja sér til rúms í íslenskum stjórnmálum, alandi á upplýsingaóreiðu og reyna af öllum mætti að auka á sundrungu samfélagsins. Hvernig er best að bregðast við? Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu þá verður að stemma stigu við vaxandi aflýðræðisvæðingu og til þess þá þurfa ríki að efla lýðræðislegt viðnám innan frá. Það felur í sér að styrkja sjálfstæði dómskerfisins, vernda akademískt frelsi, skapa rými fyrir virkt borgaralegt samfélag sem getur veitt stjórnvöldum aðhald og síðast en ekki síst tryggja fjölbreytta og óháða fjölmiðla. Áskoranir samtímans kalla á breytta nálgun stjórnvalda við stefnumótun á sviði fjölmiðlunar. Nú er unnið að fyrstu fjölmiðlastefnu stjórnvalda í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, þar sem markmið og áherslur til næstu fimm ára verða mótuð. Fjölmiðlastefnan verður lögð fram í janúar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Það má einnig velta fyrir sér hvort að það sé orðin þörf á að horfa á samfélagsmiðla sem hluta af mikilvægum innviðum landsins. Þarna mótast lýðræðisleg umræða að mjög miklu leyti og ljóst að utanaðkomandi öfl geta vel og hafa haft áhrif á lýðræðið í ólíkum löndum. Á meðal spurninga sem vöknuðu í umræðunni í málstofunni voru hvort þörf væri á því að búa til ríkisrekinn samfélagsmiðil eða hvort lýðræðisríki sem er annt um að halda í sín gildi taki sig saman og búi til samfélagsmiðil? Þetta er ef til vill umhugsunarvert. Lítil samfélög eins og Grænland, Ísland og Færeyjar eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum áhrifum, en það eru líka tækifæri fólgin í smæð þessara samfélaga. Samfylkingin hefur markvisst unnið með það undanfarin ár að efla samtal við íbúa landsins og nú er nýfarið af stað verkefni hjá okkur þar sem við göngum í hús um allt land og eigum milliliðalaust samtal við fólkið í landinu, fólkið sem við erum í þjónustu fyrir. Nú þegar þetta er skrifað höfum við heimsótt íbúa í Sandgerði, Þorlákshöfn og í Hafnarfirði og allsstaðar hefur fólk tekið vel á móti okkur og greinilegt að það vill vera í góðum tengslum við fólkið sem ber ábyrgð á rekstri samfélagsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir þessar góðu móttökur og ég hlakka til áframhaldandi samtals. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði. Í raun má segja að það sé sami kostnaður við það að reka vandaða og góða fréttastofu í litlum löndum eins og Grænlandi og Íslandi eins og í stærri löndum sem eru með mörgum sinnum fleiri íbúa, eins og kom fram í rannsókn Signe Ravn-Höjgaard sem tók einnig þátt í málstofunni. Aðkoma ríkisins að stuðningi við fjölmiðla er því mikilvæg. Oft hefur verið þörf á öflugum fjölmiðlum en sjaldan eins og nú þegar tveir þriðju þeirra sem neyta frétta gera það í gegnum samfélagsmiðla þar sem mikil upplýsingaóreiða ríkir, svo ekki sé talað um nú með tilkomu gervigreindar. Ég hef verið hugsi yfir ummælum sem rannsakandinn Carl Heath sem vinnur hjá Swedish Agency for Psychological Defence lét falla í málstofunni, en hann benti á að allir okkar helstu samfélagsmiðlar eru frá Bandaríkjunum, sem ekki er hægt að tala lengur um sem lýðræðisríki heldur ríki sem ber ýmis merki einræðisríkis. Helsti samskiptamáti lýðræðisríkja er þannig stjórnað frá ríki sem ekki er hægt að segja að sé lengur hreint og klárt lýðræðisríki. Þetta felur í sér raunverulegar ógnir. Er gott að samfélagssamtalið okkar sé á bandarískum miðlum? Sænski fræðimaðurinn Staffan I. Lindberg var sá sem Heath hafði fyrir þessari greiningu á stöðu stjórnarfars í Bandaríkjunum í dag. Lindberg er forstöðumaður Varieties of Democracy Institute, rannsóknarstofnun við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Hún var stofnuð árið 2014 af hópi alþjóðlegra fræðimanna, undir forystu Staffans og starfar nú sem miðstöð fyrir stærstu og ítarlegustu gagnasöfnun um lýðræði í heiminum. Hún mælir stöðu lýðræðis í yfir 200 löndum með meira en 400 vísum sem snúa að allt frá kosningum og fjölmiðlafrelsi til réttarríkis og borgaralegra réttinda. Gögnin eru unnin í samstarfi við þúsundir fræðimanna, sérfræðinga og staðbundna matsaðila um allan heim og mynda þau grunninn að árlegri skýrslu rannsóknarstofnunarinnar, sem sýnir þróun lýðræðis og einræðis á heimsvísu. Samkvæmt nýjustu skýrslu frá árinu 2025 sem ber heitið 25 Years of Autocratization - Democracy Trumped? er lýðræði um allan heim á hraðri niðurleið og fjöldi ríkja sem feta nú veg aflýðræðisvæðingar (e.autocratization) hefur aukist. Skoðana- og fjölmiðlafrelsi skerðist í fleiri ríkjum en nokkru sinni fyrr og upplýsingaóreiða sem er meðal annars af hálfu stjórnvalda ásamt skautun eru lykilorsök fyrir þessum vexti. “Disinformation, media capture, and increasing polarization are key drivers of democratic decline, eroding trust and enabling executive aggrandizement.” Það er sögulegur viðsnúningur í gangi. Við lifum á tíma þar sem meirihluti mannkyns býr í einræðisríkjum, ekki lýðræðisríkjum og veiku lýðræðisríkin eru ekki lengur bundin við ungar eða brothættar lýðæðisþjóðir, heldur ná til kjarna lýðræðis vestræns heims. Upplýsingaóreiða og skautun brjóta niður traustið sem lýðræði byggir á og býr til þennan jarðveg fyrir einræðistilburði. Það er mikilvægt að við meðtökum þetta nú þegar sömu öfl reyna að ryðja sér til rúms í íslenskum stjórnmálum, alandi á upplýsingaóreiðu og reyna af öllum mætti að auka á sundrungu samfélagsins. Hvernig er best að bregðast við? Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu þá verður að stemma stigu við vaxandi aflýðræðisvæðingu og til þess þá þurfa ríki að efla lýðræðislegt viðnám innan frá. Það felur í sér að styrkja sjálfstæði dómskerfisins, vernda akademískt frelsi, skapa rými fyrir virkt borgaralegt samfélag sem getur veitt stjórnvöldum aðhald og síðast en ekki síst tryggja fjölbreytta og óháða fjölmiðla. Áskoranir samtímans kalla á breytta nálgun stjórnvalda við stefnumótun á sviði fjölmiðlunar. Nú er unnið að fyrstu fjölmiðlastefnu stjórnvalda í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, þar sem markmið og áherslur til næstu fimm ára verða mótuð. Fjölmiðlastefnan verður lögð fram í janúar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Það má einnig velta fyrir sér hvort að það sé orðin þörf á að horfa á samfélagsmiðla sem hluta af mikilvægum innviðum landsins. Þarna mótast lýðræðisleg umræða að mjög miklu leyti og ljóst að utanaðkomandi öfl geta vel og hafa haft áhrif á lýðræðið í ólíkum löndum. Á meðal spurninga sem vöknuðu í umræðunni í málstofunni voru hvort þörf væri á því að búa til ríkisrekinn samfélagsmiðil eða hvort lýðræðisríki sem er annt um að halda í sín gildi taki sig saman og búi til samfélagsmiðil? Þetta er ef til vill umhugsunarvert. Lítil samfélög eins og Grænland, Ísland og Færeyjar eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum áhrifum, en það eru líka tækifæri fólgin í smæð þessara samfélaga. Samfylkingin hefur markvisst unnið með það undanfarin ár að efla samtal við íbúa landsins og nú er nýfarið af stað verkefni hjá okkur þar sem við göngum í hús um allt land og eigum milliliðalaust samtal við fólkið í landinu, fólkið sem við erum í þjónustu fyrir. Nú þegar þetta er skrifað höfum við heimsótt íbúa í Sandgerði, Þorlákshöfn og í Hafnarfirði og allsstaðar hefur fólk tekið vel á móti okkur og greinilegt að það vill vera í góðum tengslum við fólkið sem ber ábyrgð á rekstri samfélagsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir þessar góðu móttökur og ég hlakka til áframhaldandi samtals. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun