Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 17:00 Rússneskur kafbátur í höfninni í Severomorsk á Múrmanskskaga. Getty/Sasha Modrovets Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni.
Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21