Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 17:00 Rússneskur kafbátur í höfninni í Severomorsk á Múrmanskskaga. Getty/Sasha Modrovets Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni.
Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21