Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 22. október 2025 08:15 Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun