Hæstiréttur hafnar Alex Jones Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 10:21 Alex Jones þegar hann bar vitni í dómsal árið 2022. AP/Tyler Sizemore Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar. Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira