Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar 15. október 2025 07:31 Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun