Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifa 13. október 2025 11:33 Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar