Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. október 2025 07:30 „Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bandaríkin NATO Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun