UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. október 2025 16:45 Lamine Yamal og félagar í Barcelona eru á leiðinni til Miami í desember. Eric Alonso/Getty Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur gefið spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum leyfi til að halda deildarleiki í Bandaríkjunum og Ástralíu. UEFA hefur beitt sér harðlega gegn því en neyðist til að gefa grænt ljós á leikina sem munu fara fram í Miami og Perth. Úrvalsdeildir þessara landa hafa lengi barist fyrir því að deildarleikir séu haldnir í öðrum og meira framandi löndum, í von um að auka tekjur og stækka áhorfendahópinn, en hafa mætt mótstöðu frá flestöllum æðri máttarvöldum fótboltans; knattspyrnusamböndum Spánar og Ítalíu, og evrópsku- og alþjóða knattspyrnusamböndunum UEFA og FIFA. Knattspyrnusamböndin gáfu loks sitt leyfi í þarsíðasta mánuði og nú hefur UEFA neyðst til að gefa grænt ljós. „Vegna þess að regluverk FIFA - sem er nú til skoðunar - er ekki nógu skýrt og nákvæmt hvað þetta varðar. Framkvæmdastjórn UEFA hefur því treglega tekið þá ákvörðun, í þessu undantekningartilfelli, að gefa leyfi fyrir þessum tveimur leikjum. UEFA mun aðstoða FIFA við vinnuna sem er nú þegar hafin, að útbúa regluverk sem hefur heilindi deildanna í heiðri og tryggir áframhaldandi tengsl félaga við sína stuðningsmenn og nærliggjandi samfélög.“ We are opposed to domestic league matches being played abroad.Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.— UEFA (@UEFA) October 6, 2025 Forseti UEFA, Alexander Ceferin, er þeirrar skoðunar að deildarleiki eigi að spila í þeim löndum sem deildin er skráð. Annað komi niður á stuðningsmönnum sem sækja leiki sinna liða og skapi vandamál sem gætu raskað eðlilegri keppni. „Þessi ákvörðun er undantekning og verður ekki fordæmisgefandi“ sagði forsetinn. Barcelona mun mæta Villareal í Miami í desember og AC Milan mun spila við Como í Perth í febrúar á næsta ári. UEFA Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Úrvalsdeildir þessara landa hafa lengi barist fyrir því að deildarleikir séu haldnir í öðrum og meira framandi löndum, í von um að auka tekjur og stækka áhorfendahópinn, en hafa mætt mótstöðu frá flestöllum æðri máttarvöldum fótboltans; knattspyrnusamböndum Spánar og Ítalíu, og evrópsku- og alþjóða knattspyrnusamböndunum UEFA og FIFA. Knattspyrnusamböndin gáfu loks sitt leyfi í þarsíðasta mánuði og nú hefur UEFA neyðst til að gefa grænt ljós. „Vegna þess að regluverk FIFA - sem er nú til skoðunar - er ekki nógu skýrt og nákvæmt hvað þetta varðar. Framkvæmdastjórn UEFA hefur því treglega tekið þá ákvörðun, í þessu undantekningartilfelli, að gefa leyfi fyrir þessum tveimur leikjum. UEFA mun aðstoða FIFA við vinnuna sem er nú þegar hafin, að útbúa regluverk sem hefur heilindi deildanna í heiðri og tryggir áframhaldandi tengsl félaga við sína stuðningsmenn og nærliggjandi samfélög.“ We are opposed to domestic league matches being played abroad.Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.— UEFA (@UEFA) October 6, 2025 Forseti UEFA, Alexander Ceferin, er þeirrar skoðunar að deildarleiki eigi að spila í þeim löndum sem deildin er skráð. Annað komi niður á stuðningsmönnum sem sækja leiki sinna liða og skapi vandamál sem gætu raskað eðlilegri keppni. „Þessi ákvörðun er undantekning og verður ekki fordæmisgefandi“ sagði forsetinn. Barcelona mun mæta Villareal í Miami í desember og AC Milan mun spila við Como í Perth í febrúar á næsta ári.
UEFA Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira