Svaf yfir sig og missti af rútunni Valur Páll Eiríksson skrifar 31. janúar 2026 12:46 Orri Freyr Þorkelsson var léttur, en þó þreyttur, er hann heilsaði upp á fjölmiðlamenn í dag. Vísir/Vilhelm Orri Freyr Þorkelsson kom með seinni skipum á fjölmiðlahitting íslenska landsliðsins í Herning í Danmörku eftir langa nótt. Stór hluti íslenska hópsins fékk að sofa út. „Þetta svíður alveg ennþá. Það er svo stutt síðan. En ég er kominn yfir þetta og það er fullur fókus á þennan leik á morgun því hann er ótrúlega mikilvægur,“ segir Orri um leik gærdagsins og morgundagsins þar sem Ísland mætir Króatíu í leik um bronsið. Klippa: Missti af rútunni: Smá þreyttur ég viðurkenni það Aðeins hluti íslenska hópsins mætti á fjölmiðlahitting liðsins í keppnishöllinni í Herning í Danmörku í morgun. HSÍ hafði reynt að fá honum frestað vegna þess hversu snemma hann var skipulagður. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun mættu landsliðsmenn ekki upp á hótel fyrr en um miðnætti og áttu þá margir eftir að sinna sjúkranuddi eftir leik. Margir hverjir voru á nuddbekk til klukkan fjögur í nótt. Þá var erfitt fyrir menn að festa svefn eftir svekkjandi tap fyrir Dönum í gærkvöld. Einhverjir fengu að sofa út á hótelinu og þá sumir þreytulegri en aðrir þegar komið var á fjölmiðlafund dagsins. Orri átti fínasta leik í gær og var á meðal markahærri leikmanna Íslands. Hann átti erfitt með að sofa og missti þá af liðsrútunni þegar hún hélt frá hóteli landsliðsins í keppnishöllina í morgun. „Ég að vísu missti af rútunni því ég hélt við færum af stað 10:30. Ég náði að koma hingað þökk sé Gulla (Jón Gunnlaugur Viggósson, starfsmaður HSÍ). Ég sofnaði milli þrjú og fjögur í nótt en síðan þurfti maður að mæta. Það er partur af þessu. Ég er svolítið þreyttur núna, ég viðurkenni það alveg,“ segir Orri og bætir við: „Maður var ekkert smá svekktur að tapa því við vildum fara í úrslitaleikinn. En minn fókus er klárlega kominn á leikinn á morgun.“ Ísland og Króatía mætast klukkan 14:15 á morgun í leik um bronsið á EM. Teymi Sýnar mun fylgja liðinu áfram eftir hvert fótmál fram að leik. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
„Þetta svíður alveg ennþá. Það er svo stutt síðan. En ég er kominn yfir þetta og það er fullur fókus á þennan leik á morgun því hann er ótrúlega mikilvægur,“ segir Orri um leik gærdagsins og morgundagsins þar sem Ísland mætir Króatíu í leik um bronsið. Klippa: Missti af rútunni: Smá þreyttur ég viðurkenni það Aðeins hluti íslenska hópsins mætti á fjölmiðlahitting liðsins í keppnishöllinni í Herning í Danmörku í morgun. HSÍ hafði reynt að fá honum frestað vegna þess hversu snemma hann var skipulagður. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun mættu landsliðsmenn ekki upp á hótel fyrr en um miðnætti og áttu þá margir eftir að sinna sjúkranuddi eftir leik. Margir hverjir voru á nuddbekk til klukkan fjögur í nótt. Þá var erfitt fyrir menn að festa svefn eftir svekkjandi tap fyrir Dönum í gærkvöld. Einhverjir fengu að sofa út á hótelinu og þá sumir þreytulegri en aðrir þegar komið var á fjölmiðlafund dagsins. Orri átti fínasta leik í gær og var á meðal markahærri leikmanna Íslands. Hann átti erfitt með að sofa og missti þá af liðsrútunni þegar hún hélt frá hóteli landsliðsins í keppnishöllina í morgun. „Ég að vísu missti af rútunni því ég hélt við færum af stað 10:30. Ég náði að koma hingað þökk sé Gulla (Jón Gunnlaugur Viggósson, starfsmaður HSÍ). Ég sofnaði milli þrjú og fjögur í nótt en síðan þurfti maður að mæta. Það er partur af þessu. Ég er svolítið þreyttur núna, ég viðurkenni það alveg,“ segir Orri og bætir við: „Maður var ekkert smá svekktur að tapa því við vildum fara í úrslitaleikinn. En minn fókus er klárlega kominn á leikinn á morgun.“ Ísland og Króatía mætast klukkan 14:15 á morgun í leik um bronsið á EM. Teymi Sýnar mun fylgja liðinu áfram eftir hvert fótmál fram að leik.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira