Viðskipti innlent

Gengi Skaga rýkur upp

Árni Sæberg skrifar
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. Skagi

Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður.

Í tilkynningu til Kauphallar, sem barst klukkan 00:34 í nótt, segir að lagt sé upp með að starfsemi Skaga verði sameinuð Íslandsbanka og að hluthafar Skaga eignist samtals 323.859.440 nýja hluti í Íslandsbanka í skiptum fyrir hlutabréf sín í Skaga, eða sem svarar til um 15 prósenta útgefins hlutafjár í sameinuðu félagi.

Svo virðist sem fjárfestum lítist vel á viðskiptin hvað Skaga varðar en þegar markaðir höfðu verið opnir í einn og hálfan tíma í morgun hafði gengi bréfa í Skaga hækkað um 10,5 prósent. Það er þó í heldur lítilli veltu en bréf félagsins hafa gengið kaupum og sölum fyrir sextíu millljónir króna.

Gengi bréfa í Íslandsbanka höfðu á sama tíma hækkað um 0,4 prósent í heildarviðskiptum upp á 49 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×