Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 17:48 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum. Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum.
Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira