Innlent

Eggert Bene­dikt settur for­stjóri Haf­ró

Atli Ísleifsson skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson.
Eggert Benedikt Guðmundsson. Stjr

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sett Eggert Benedikt Guðmundsson tímabundið í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en núverandi forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins. 

Eggert Benedikt er verkfræðingur og með MBA-gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Hann var forstjóri HB Granda frá 2005-2012 og forstjóri N1 frá 2012-2015. Áður vann Eggert Benedikt um árabil við viðskiptaþróun hjá Philips Electronics í Belgíu og Bandaríkjunum.

Undanfarið hefur Eggert Benedikt unnið að málefnum sjálfbærrar þróunar sem forstöðumaður Grænvangs og nú síðast sem leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu.

Eggert Benedikt hefur þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni. 

Þorsteinn Sigurðsson baðst á dögunum lausnar frá embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar eftir að hann fékk þær upplýsingar frá atvinnuvegaráðherra að til stæði að auglýsa forstjóra. Þorsteinn sagði í samtali við Vísi að ljóst væri að hann nyti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram. Því væri betra að annar tæki við sem fyrst.


Tengdar fréttir

Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gekk á fund atvinnuráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir lausn frá embætti. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að auglýsa stöðu forstjóra. Þorsteinn segir ljóst að hann njóti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram og því sé betra að annar taki við sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×