Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 13:02 Inga Sæland hefur skipt snarlega um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rædd við sérfræðinga um málið. Vísir/Anton Brink Inga Sæland segist hafa skipt um skoðun á bókun 35 eftir að hafa rakið garnirnar úr sérfræðingum við stjórnarmyndun í vetur. Um sé að ræða neytendavernd sem verndi borgarana betur. Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Utanríkismál Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er jafnframt starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Varðandi bókun 35, það urðu umræður um það í þinginu, hefurðu þá skipt um skoðun í þessu máli? „Það kom náttúrulega fram í þinginu, fyrir utan að það kom fram í öllum fjölmiðlum, en það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir Inga um skoðun sína. „Þetta var í stjórnarsáttmálanum okkar og í stjórnarmyndun fengum við til okkar sérfræðinga þar sem ég fékk að rekja garnirnar úr þeim hægri vinstri og spyrja þá spjörunum úr því ég taldi það að við værum í rauninni að framselja ákveðið fullveldi frá okkur, ákveðið vald sem við værum að færa til Brussel. En staðan er bara alls ekki sú, þetta er neytendavernd fyrst og fremst,“ segir hún. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að bæði Neytendasamtökin og VR séu að reka mál fyrir dómstólum gegn bönkunum og „þessu ofbeldi vaxtaokurs sem dynur á öllum lántökum landsins í dag“. „Mér skilst að bankarnir séu búnir að taka frá milljarða á milljarða ofan því þeir óttast það að við innleiðum bókun 35 sem veitir þessa neytendavernd og réttarvernd sem verður þess valdandi að þeir þurfa að greiða þessa milljarða á milljarða ofan til lántaka sinna,“ segir hún. Verndi borgarana betur gegn „ofbeldi“ „Þegar ég fékk að vita að bókun 35 er raunar fyrst og fremst neytendavernd sem tryggir okkur aukin rétt og verndar okkur betur gegn alls konar svona ofbeldi, til dæmis fjármálafyrirtækja í þessu tilviki, þá var það aldrei neinn efi í mínum huga því ég er fyrst og síðast að hugsa um velferð borgaranna okkar,“ segir Inga. Þannig þú ert á því að þetta sé heillaskref að þetta mál fari í gegnum þingið? „Já, ég tel að það sé afskaplega mikilvægt, því fyrr sem það fer í genum þingið því betra því þá erum við búin að tryggja að Hæstiréttur geti fellt sína dóma með tilliti til bókunar 35 og þeirra réttinda sem hún veitir,“ segir hún. Áttu von á að það verði erfitt að koma þessu gegnum þingið? „Nei nei, þetta er eins og hvert annað mál hvað það varðar. Það eru þarna ákveðnir þingmenn sem hafa í rauninni breitt út neikvæðan boðskap um þessa bókun eins og við séum raunverulega að framselja eitthvað vald. Þeir munu væntanlega tjá sig eitthvað í málinu en þetta mál verður að lögum fyrir jól.“ Þess ber að geta að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir, lýsti því yfir í desemberlok að hann myndi greiða atkvæði með bókun 35 eftir að hafa lengi talað um að hún fæli í sér stjórnarskrárbrot.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Neytendur Utanríkismál Tengdar fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. 23. desember 2024 14:39