Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:03 Margir í salnum fögnuðu yfirlýsingu Frakklandsforseta. Getty/Kay Nietfeld Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. „Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
„Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira