Erlent

Nefnd SÞ segir Ísraels­menn hafa framið þjóðar­morð á Gasa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stór hluti íbúa Gasa er á vergangi og býr við verulegan skort á nauðþurftum.
Stór hluti íbúa Gasa er á vergangi og býr við verulegan skort á nauðþurftum. Getty/Anadolu/Hassan Jedi

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa.

Samkvæmt nýrri skýrslu nefndarinnar segir að fjórum af fimm skilyrðum alþjóðalaga hafi verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar.

Þá er vísað til ummæla ráðamanna í Ísrael og aðgerða Ísraelshers, til vitnis um fyrirætlanir um að fremja þjóðarmorð.

Utanríkisráðuneyti Ísrael hefur fordæmt skýrsluna sem afbökun og fals. Nefndarmennirnir þrír séu málpípur Hamas og hafi reitt sig á áróður samtakanna og lygar. Það séu þvert á móti Hamas-samtökin sem hafi freistað þess að fremja þjóðarmorð á Ísraelum með árásum sínum 7. október 2023 og yfirlýsingum um tortímingu allra gyðinga.

Áætlað er að um 65 þúsund manns hafi dáið í árásum Ísraelsmanna á Gasa og að um 90 prósent allra heimila hafi verið eyðilögð. Þá eru allir innviðir í rústum og stór hluti íbúa verið á vergangi. Sérfræðingar segja hungursneyð ríkja á svæðinu.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×