Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2025 11:42 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar að láta gott heita í borgarmálunum eftir kjörtímabilið, sem lýkur í maí á næsta ári. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“ Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira