Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 12. september 2025 15:30 Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun