Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra LÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Júlíus Andri Þórðarson.
Júlíus Andri Þórðarson. LÍS

Júlíus Andri Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). 

Í tilkynningu segir að Júlíus Andri hafi þegar hafið störf og muni gegna embættinu til 1. júní 2026. 

„Júlíus Andri er útskrifaður með BA-gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur á síðustu árum aflað sér víðtækrar reynslu af hagsmunabaráttu, stefnumótun og félagsstörfum, meðal annars sem varaforseti og hagsmunafulltrúi Nemendafélags Háskólans á Bifröst. Þá hefur hann einnig setið í háskólaráði og jafnréttisnefnd háskólans,“ segir í tilkynningunni. 

Fram kemur að Júlíus Andri hafi jafnframt reynslu af stjórnmálastarfi, kosningabaráttum og almannatengslum. 

LÍS eru regnhlífarsamtök háskólanema á Íslandi og standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis og þeirra sem stunda nám erlendis. Samtökin eru í forsvari fyrir rúmlega 22.000 háskólanema gegnum átta aðildarfélög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×