Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 11. september 2025 08:02 Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun