Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Ólafur Þór Jónsson skrifar 9. september 2025 21:50 Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í París. Franco Arland/Getty Images Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira