Lærisveinar Heimis fara illa af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2025 18:07 Heimir getur ekki verið sáttur með byrjun sinna manna. EPA/VASSIL DONEV Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta hafa farið vægast sagt illa af stað í undankeppni HM 2026. Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira