Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 16:04 Í forgrunni er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem ef yfir málaflokki þeim sem brennur á mótmælendunum fyrir aftan hana. Vísir/Anton Brink Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins. Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins.
Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira