„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2025 15:52 Arndís telur að ákvörðun um að skera niður í bókasafnssjóði sé illa ígrunduð, enda fari hún ekki saman við þau fyrirheit sem sett eru fram í stjórnarsáttmála. Aðsend/Cat Gundry-Beck Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. „Bók sem er til útláns á bókasafni ratar til margra lesenda. Bókin er engu að síður keypt á almennu verði í bókaverslun, og fólk sem les bókina af safninu kaupir hana þá ekki til einkanota.“ Bókasafnssjóður höfunda sé tæki sem komi til móts við þessa óvenjulegu notkun á eintökunum sem bókasöfnin kaupa. Arndís segir gagnrýnisvert hvernig Bókasafnssjóður er fjármagnaður. Það sé hvorki gegnsætt né sanngjarnt. „Lög sjóðsins skilgreina ekki stærð hans og unnt er að stækka hann og minnka eftir geðþótta. Geðþótti stjórnvalda í fjárlögum ársins 2025 bauð að sjóðurinn væri skorinn niður um fimmtung. Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi er sultaról höfunda enn hert – sjóður sem var 184,6 milljónir fyrir tveimur árum og 197,4 milljónir fyrir fimm skal nú vera 144,5 milljónir. Ef verðlagsþróun er skoðuð eru 197,4 milljónir árið 2021 jafngildi 265 milljóna nú. Skerðingin jafngildir 45%.“ Nokkrum dögum eftir að niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni voru birtar í desember 2023 kepptust menn við að finna leiðir til að bæta úr stöðunni en íslenskir nemendur reyndust undir meðaltali á þremur stórum sviðum, meðal annars lesskilningi. Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafns Salaskóla kannaðist ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti gæti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún sagði það blasa við að styðja þyrfti betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þyrfti að bera þá á gullstól. Ekki er beint hægt að segja að niðurskurðurinn sé gullstólameðferðin sem Dröfn kallaði eftir í kjölfar PISA. Arnís segir að svo virðist sem ákvörðunin hafi verið tekin án nokkurrar ígrundunar, rithöfundar, þýðendur og teiknarar séu síst ofaldir. Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála væru fyrirheit um að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. „Fjarskalega er lítilmannlegt að leggja til þeirrar láglaunastéttar með niðurskurðarhnífnum.“ Fjárlagafrumvarp 2026 Bókmenntir PISA-könnun Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Bók sem er til útláns á bókasafni ratar til margra lesenda. Bókin er engu að síður keypt á almennu verði í bókaverslun, og fólk sem les bókina af safninu kaupir hana þá ekki til einkanota.“ Bókasafnssjóður höfunda sé tæki sem komi til móts við þessa óvenjulegu notkun á eintökunum sem bókasöfnin kaupa. Arndís segir gagnrýnisvert hvernig Bókasafnssjóður er fjármagnaður. Það sé hvorki gegnsætt né sanngjarnt. „Lög sjóðsins skilgreina ekki stærð hans og unnt er að stækka hann og minnka eftir geðþótta. Geðþótti stjórnvalda í fjárlögum ársins 2025 bauð að sjóðurinn væri skorinn niður um fimmtung. Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi er sultaról höfunda enn hert – sjóður sem var 184,6 milljónir fyrir tveimur árum og 197,4 milljónir fyrir fimm skal nú vera 144,5 milljónir. Ef verðlagsþróun er skoðuð eru 197,4 milljónir árið 2021 jafngildi 265 milljóna nú. Skerðingin jafngildir 45%.“ Nokkrum dögum eftir að niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni voru birtar í desember 2023 kepptust menn við að finna leiðir til að bæta úr stöðunni en íslenskir nemendur reyndust undir meðaltali á þremur stórum sviðum, meðal annars lesskilningi. Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafns Salaskóla kannaðist ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti gæti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún sagði það blasa við að styðja þyrfti betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þyrfti að bera þá á gullstól. Ekki er beint hægt að segja að niðurskurðurinn sé gullstólameðferðin sem Dröfn kallaði eftir í kjölfar PISA. Arnís segir að svo virðist sem ákvörðunin hafi verið tekin án nokkurrar ígrundunar, rithöfundar, þýðendur og teiknarar séu síst ofaldir. Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála væru fyrirheit um að styðja við listir og menningu með myndarlegum hætti. „Fjarskalega er lítilmannlegt að leggja til þeirrar láglaunastéttar með niðurskurðarhnífnum.“
Fjárlagafrumvarp 2026 Bókmenntir PISA-könnun Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. 8. september 2025 12:28
Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12