Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2025 17:02 Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun