Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2025 17:02 Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun