Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 13:56 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað. Dómarinn Allison Burroughs sagði í úrskurði sínum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ólöglegar hefndaraðgerðir eftir að forsvarsmenn skólans neituðu að verða við kröfum Trumps, eins og fram kemur í frétt New York Times. Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn Harvard og öðrum skólum í Bandaríkjunum að undanförnu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar og vilja Trump-liðar jafnvel hafa áhrif á ákvarðanatöku innan skólans varðandi kennslu. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar og í senn greitt fúlgur fjár til ríkisstjórnarinnar. Trump hefur sagt að hann vilji að Harvard greiði ekki minna en hálfan milljarð dala í einhverskonar sekt. Forsvarsmenn skólans eru þeir einu í Bandaríkjunum sem hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Eftir neitun stjórnar Harvard felldi Trump úr gildi heimild skólans til að fá landvistarleyfi fyrir erlenda nemendur. Sú aðgerð var úrskurð ólögleg en þá gerði Trump það aftur en að þessu sinni á grunni þjóðaröryggis. Sjá einnig: Bannar nú erlenda nemendur í Harvard á grunni þjóðaröryggis Þá hefur Trump einnig hótað því að svipta skólann undanskildu frá skatti, verði forsvarsmenn Harvard ekki við kröfum hans. Eins og áður hefur komið fram svipti hann einnig skólann umfangsmiklum fjárveitingum til rannsókna. Burroughs segir í úrskurði sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að þær fjárveitingar til alríkisstyrktra rannsókna tengist ekki með nokkrum hætti meintri mismunun gegn gyðingum. Hún sagði að skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerði henni erfitt að álykta annað en að meint mismunun væri notuð til hylja raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar, sem væri að hugsjónalegs eðlis. Hún sagði rétt að berjast gegn mismunun og gyðingahatri en standa þyrfti vörð um málfrelsið. Þá væri einnig ljóst að forsvarsmenn skólans hefðu þegar gripið til aðgerða vegna meints gyðingahaturs og væru tilbúnir til að ganga enn lengra. Ætla að áfrýja Ríkisstjórnin ætlar að áfrýja úrskurðinum til hærra dómstigs. Talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu að Burroughs væri aktívisti sem hefði verið skipuð í embætti af Barack Obama. Alan Garber, skólastjóri Harvard, segir ljóst að um áfangasigur sé að ræða en að málaferlin muni halda áfram. Stjórnendur skólans muni fylgjast með framvindunni og í senn halda störfum skólans áfram. Þá hefur AP eftir vísindamönnum við skólann að þeir óttist að áfrýjun ríkisstjórnarinnar muni bera árangur eða fundin verði ný leið til að stöðvar fjárveitingarnar, eins og gert var með erlendu nemendurna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Dómarinn Allison Burroughs sagði í úrskurði sínum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ólöglegar hefndaraðgerðir eftir að forsvarsmenn skólans neituðu að verða við kröfum Trumps, eins og fram kemur í frétt New York Times. Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn Harvard og öðrum skólum í Bandaríkjunum að undanförnu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar og vilja Trump-liðar jafnvel hafa áhrif á ákvarðanatöku innan skólans varðandi kennslu. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar og í senn greitt fúlgur fjár til ríkisstjórnarinnar. Trump hefur sagt að hann vilji að Harvard greiði ekki minna en hálfan milljarð dala í einhverskonar sekt. Forsvarsmenn skólans eru þeir einu í Bandaríkjunum sem hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Eftir neitun stjórnar Harvard felldi Trump úr gildi heimild skólans til að fá landvistarleyfi fyrir erlenda nemendur. Sú aðgerð var úrskurð ólögleg en þá gerði Trump það aftur en að þessu sinni á grunni þjóðaröryggis. Sjá einnig: Bannar nú erlenda nemendur í Harvard á grunni þjóðaröryggis Þá hefur Trump einnig hótað því að svipta skólann undanskildu frá skatti, verði forsvarsmenn Harvard ekki við kröfum hans. Eins og áður hefur komið fram svipti hann einnig skólann umfangsmiklum fjárveitingum til rannsókna. Burroughs segir í úrskurði sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að þær fjárveitingar til alríkisstyrktra rannsókna tengist ekki með nokkrum hætti meintri mismunun gegn gyðingum. Hún sagði að skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerði henni erfitt að álykta annað en að meint mismunun væri notuð til hylja raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar, sem væri að hugsjónalegs eðlis. Hún sagði rétt að berjast gegn mismunun og gyðingahatri en standa þyrfti vörð um málfrelsið. Þá væri einnig ljóst að forsvarsmenn skólans hefðu þegar gripið til aðgerða vegna meints gyðingahaturs og væru tilbúnir til að ganga enn lengra. Ætla að áfrýja Ríkisstjórnin ætlar að áfrýja úrskurðinum til hærra dómstigs. Talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu að Burroughs væri aktívisti sem hefði verið skipuð í embætti af Barack Obama. Alan Garber, skólastjóri Harvard, segir ljóst að um áfangasigur sé að ræða en að málaferlin muni halda áfram. Stjórnendur skólans muni fylgjast með framvindunni og í senn halda störfum skólans áfram. Þá hefur AP eftir vísindamönnum við skólann að þeir óttist að áfrýjun ríkisstjórnarinnar muni bera árangur eða fundin verði ný leið til að stöðvar fjárveitingarnar, eins og gert var með erlendu nemendurna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira