„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2025 12:53 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir auðvitað leiðinlegt að heyra fregnir af uppsögnum hjá Vinnslustöðinni. Fréttirnar komi þó ekkert sérstaklega á óvart. Vísir Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verði að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda, sem hún segir upp á 850 milljónir króna á árinu. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. „Þetta eru erfiðar fréttir að fá þegar fólk er að missa vinnuna og í þessu tilfelli þessi fjöldi. Það er auðvitað gríðarlegt högg fyrir sveitarfélagið. Ég veit að þessi vinnsla hefur staðið í erfiðum rekstri undanfarið. Það hafa verið fréttir af því að Vinnslustöðin hafi verið að leita hagræðingaleiða í einhver ár. Þannig að þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Síðustu ár og áratugi hafi það einkennt íslenska útgerð að fyrirtæki hafi verið sameinuð og gripið hafi verið til hagræðinga. „Það er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun í sjávarútvegi að vinna fiskinn hér. Það að tengja þetta beint við veiðigjöldin finnst mér svolítið langt seilst í ljósi þessa og í ljósi þess sem við vitum um reksturinn hingað til.“ Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi sagði um helgina að hann telji líklegt að ráðast þurfi í fleiri uppsagnir vegna hækkunar veiðigjalda. „Hvort komi til frekari hagræðinga getur bara vel verið. Hagræðingar hafa verið saga þessarar greinar eins og margra annarra,“ segir Hanna Katrín. Fylgst verði vel með áhrifunum, meðal annars á vegum Byggðastofnunar. Vinnslustöðin greiddi eigendum sínum fjóra milljarða í arð á síðustu sex árum. Telurðu að hún geti fundið þessa peninga einhvers staðar annars staðar í stað þess að skella skuldinni á ríkisstjórnina? „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki geta greitt út arð eftir arðbæran rekstur. Því hærri, því betra. En ekki fyrr en þau hafa greitt það sem þeim ber til þjóðarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07 Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verði að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda, sem hún segir upp á 850 milljónir króna á árinu. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. „Þetta eru erfiðar fréttir að fá þegar fólk er að missa vinnuna og í þessu tilfelli þessi fjöldi. Það er auðvitað gríðarlegt högg fyrir sveitarfélagið. Ég veit að þessi vinnsla hefur staðið í erfiðum rekstri undanfarið. Það hafa verið fréttir af því að Vinnslustöðin hafi verið að leita hagræðingaleiða í einhver ár. Þannig að þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Síðustu ár og áratugi hafi það einkennt íslenska útgerð að fyrirtæki hafi verið sameinuð og gripið hafi verið til hagræðinga. „Það er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun í sjávarútvegi að vinna fiskinn hér. Það að tengja þetta beint við veiðigjöldin finnst mér svolítið langt seilst í ljósi þessa og í ljósi þess sem við vitum um reksturinn hingað til.“ Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi sagði um helgina að hann telji líklegt að ráðast þurfi í fleiri uppsagnir vegna hækkunar veiðigjalda. „Hvort komi til frekari hagræðinga getur bara vel verið. Hagræðingar hafa verið saga þessarar greinar eins og margra annarra,“ segir Hanna Katrín. Fylgst verði vel með áhrifunum, meðal annars á vegum Byggðastofnunar. Vinnslustöðin greiddi eigendum sínum fjóra milljarða í arð á síðustu sex árum. Telurðu að hún geti fundið þessa peninga einhvers staðar annars staðar í stað þess að skella skuldinni á ríkisstjórnina? „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki geta greitt út arð eftir arðbæran rekstur. Því hærri, því betra. En ekki fyrr en þau hafa greitt það sem þeim ber til þjóðarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07 Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07
Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00
Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27