„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Árni Sæberg skrifar 1. september 2025 17:07 Sigurgeir, Binni í Vinnslustöðinni, gefur lítið fyrir orð Daða Más og segir hann minna á Ragnar Reykás. Vísir Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnirnar megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda væru úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hefði alltaf fylgt sjávarútvegi. Það væru hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Í þversögn við sjálfan sig Auðun Georg Ólafsson ræddi við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, í Reykjavík síðdegis og bar undir hann þessi ummæli Daða Más. „Ég hlustaði nú ekki á hann en ég trúi því vel að hann hafi sagt það. Það væri þó ágætt að Daði Már rifjaði upp sín eigin viðtöl árið 2012 um það þegar þá var verið að hækka veiðigjöld. Þá segir hann nú bara alveg þveröfugt. Hann er hagfræðingur, auðlindahagfræðingu, og ég er það líka. Ég verð að vera alveg hreinskilinn, hann er svolítið eins og Ragnar Reykás,“ sagði hann. Hver sjái sjálfan sig í skattahækkun Sigurgeir Brynjar segir ljóst að boðuð hækkun veiðigjalda geti skilið milli feigs og ófeigs í sjávarútvegi. Um sé að ræða tvöföldun veiðigjalds. „Það sér hver sjálfan sig í því. Ég segi nú ekki að tekjuskattur einstaklings verði tvöfaldaður en segjum að hann hækki um 20, 30 prósent, þá þýðir það bara eitt. Þú þarft að taka til, þú þarft að huga að því hvernig þú borgar af húsinu þínu, þú þarft að huga að því hvernig þú framfleytir fjölskyldunni þinni og það mun taka í. Það er alveg sama hvað hagfræðingur segir, að auðlindagjöld hafi ekki áhrif. Þau hafa áhrif.“ Þá vísar hann á bug gagnrýni á uppsagnirnar á þann veg að fólki hafi verið sagt upp áður en veiðigjaldahækkun hefur tekið gildi. Allir sem var sagt upp séu á þriggja mánaða uppsagnarfresti og eins mánaðar aðlögunartíma og muni því láta af störfum um áramót. Á sama tíma og hækkunin tekur gildi. Arðurinn minni en ef peningarnir hefðu legið inni á bók Daði Már sagði rétt væri að halda því til haga að sjávarútvegsfyrirtæki væru rekin til þess að skila hagnaði og að hagræðing hefði lengi einkennt greinina. Sigurgeir Brynjar segir rétt að Vinnslustöðin hafi hagnast um 4,5 milljarða árið 2023 og hluthafar fengið 900 milljónir króna í arð vegna þess árs. „En af því að þú talar um söguna þá er það líka þannig að Vinnslustöðin frá árinu 2002 er það félag á Íslandi sem hefur greitt út hlutfallslega mestan arð, af öllum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég ætla bara að fullyrða það þó að ég hafi ekki tölurnar til að segja það. Samt er þessi arðgreiðsla ekki meiri en svo að þetta samsvarar fjögurra prósenta vöxtum á verðmæti hlutabréfanna hverju sinni. Ef þú tekur sama tímabil og horfir á stýrivexti Seðlabanka Íslands, þá er ávöxtunin sem þú hefðir fengið, með því að leggja peningana þar inn, 6,7 prósent. Þannig að arðurinn er minni en grunnvextir Seðlabanka Íslands. Það eru allir þeir peningar sem við erum að tala um.“ Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnirnar megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda væru úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hefði alltaf fylgt sjávarútvegi. Það væru hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Í þversögn við sjálfan sig Auðun Georg Ólafsson ræddi við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, í Reykjavík síðdegis og bar undir hann þessi ummæli Daða Más. „Ég hlustaði nú ekki á hann en ég trúi því vel að hann hafi sagt það. Það væri þó ágætt að Daði Már rifjaði upp sín eigin viðtöl árið 2012 um það þegar þá var verið að hækka veiðigjöld. Þá segir hann nú bara alveg þveröfugt. Hann er hagfræðingur, auðlindahagfræðingu, og ég er það líka. Ég verð að vera alveg hreinskilinn, hann er svolítið eins og Ragnar Reykás,“ sagði hann. Hver sjái sjálfan sig í skattahækkun Sigurgeir Brynjar segir ljóst að boðuð hækkun veiðigjalda geti skilið milli feigs og ófeigs í sjávarútvegi. Um sé að ræða tvöföldun veiðigjalds. „Það sér hver sjálfan sig í því. Ég segi nú ekki að tekjuskattur einstaklings verði tvöfaldaður en segjum að hann hækki um 20, 30 prósent, þá þýðir það bara eitt. Þú þarft að taka til, þú þarft að huga að því hvernig þú borgar af húsinu þínu, þú þarft að huga að því hvernig þú framfleytir fjölskyldunni þinni og það mun taka í. Það er alveg sama hvað hagfræðingur segir, að auðlindagjöld hafi ekki áhrif. Þau hafa áhrif.“ Þá vísar hann á bug gagnrýni á uppsagnirnar á þann veg að fólki hafi verið sagt upp áður en veiðigjaldahækkun hefur tekið gildi. Allir sem var sagt upp séu á þriggja mánaða uppsagnarfresti og eins mánaðar aðlögunartíma og muni því láta af störfum um áramót. Á sama tíma og hækkunin tekur gildi. Arðurinn minni en ef peningarnir hefðu legið inni á bók Daði Már sagði rétt væri að halda því til haga að sjávarútvegsfyrirtæki væru rekin til þess að skila hagnaði og að hagræðing hefði lengi einkennt greinina. Sigurgeir Brynjar segir rétt að Vinnslustöðin hafi hagnast um 4,5 milljarða árið 2023 og hluthafar fengið 900 milljónir króna í arð vegna þess árs. „En af því að þú talar um söguna þá er það líka þannig að Vinnslustöðin frá árinu 2002 er það félag á Íslandi sem hefur greitt út hlutfallslega mestan arð, af öllum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég ætla bara að fullyrða það þó að ég hafi ekki tölurnar til að segja það. Samt er þessi arðgreiðsla ekki meiri en svo að þetta samsvarar fjögurra prósenta vöxtum á verðmæti hlutabréfanna hverju sinni. Ef þú tekur sama tímabil og horfir á stýrivexti Seðlabanka Íslands, þá er ávöxtunin sem þú hefðir fengið, með því að leggja peningana þar inn, 6,7 prósent. Þannig að arðurinn er minni en grunnvextir Seðlabanka Íslands. Það eru allir þeir peningar sem við erum að tala um.“
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira