Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 19:18 Inga Sæland er húsnæðismálaráðherra. Vísir/Anton Brink Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga. Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga.
Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira