„Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 16:32 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni. Vinnslustöðin greindi frá lokun bolfiskvinnslunni Leo Seafood og uppsögn fimmtíu starfsmanna í dag. Í tilkynningu þess efnis á vef félagsins sagði að undanfarnar vikur hafi stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. „Það er ekki flókið, það er bara eins og er í fréttatilkynningunni, Það er búið að leggja á okkur það sem við reiknum út að séu um 850 milljóna króna veiðigjöld, sem við þurfum að bera. Þessar 850 milljónir eru miklir peningar í augum Vinnslustöðvarinnar og við þurfum að bregðast við. Það er augljóst mál að Vinnslustöðin sjálf er skuldsett sjálf eftir kaupin á Ós og Þórunni Sveinsdóttur og við þurfum að borga okkar skuldir. Það er það sem við þurfum að gera og við þurfum að bregðast við því með því að spara og okkar niðurstaða, þegar við erum búin að reikna út alla möguleika hérna í Vestmannaeyjum, er að sá möguleiki sem gefur okkur mesta sparnaðinn er að loka Leo Seafood,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Langt í land Sigurgeir segir að með hagræðingunni sparist um 350 til 500 milljónir króna sem sparist á ári. Sé miðað við 400 milljónir standi 450 milljónir króna eftir, sem þurfi að leita annars staðar. „Við munum aldrei ná þessum 850 milljónum. Þetta er ekki flókið, þetta endar náttúrulega á fólki, saklausu fólki sem er búið að vinna hjá Leo Seafood í langan tíma og hjá fyrri eigendum þar. Harðduglegu og góðu fólki sem hefur lagt sig allt fram og þetta er hin sorglega niðurstaða.“ Stjórnendur geri sér sér grein fyrir því að eitthvað af milljónunum 850 muni lenda á Vinnslustöðinni en þeir muni auðvitað halda áfram að finna aðrar leiðir til hagræðingar. „Þetta er auðvitað bara fyrsta og stærsta aðgerðin en ég held að ég geti sagt það að í kjölfarið verða engar svona fjöldauppsagnir. En við munum skoða hvern einasta krók og hvern og hvern einasta kima í félaginu og reyna og hagræða og spara og breyta rekstri. Þetta mun alltaf á endanum hafa áhrif á starfsfólk, þetta hefur áhrif á þjónustuaðila, þetta hefur áhrif á fjárfestingar og þetta hefur áhrif á getu félagsins til framtíðar. Þannig að þetta er á allan hátt vont fyrir félagið og fyrir samfélagið í Eyjum.“ Ætluðu sér að komast í gegnum skaflinn Í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar sagði að rekstur Leo Seafood hafi verið þungur. Gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna hafi gert það að verkum. Sigurgeir segir að þegar félagið keypti Leo Seafood og Ós hafi það verið einlægur ásetningur stjórnenda að halda rekstrinum félaganna áfram. Þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hafi árangur náðst og stjórnendur og starfsfólk Leo Seafood staðið sig vel. „Auðvitað vildum við komast í gegnum þennan skafl en þetta er hin sorglega niðurstaða. Við hefðum ætlað og ætluðum að halda áfram, bara svo það sé sagt.“ Kreppuástand fram undan víða á landsbyggðinni Sigurgeir velkist ekki í neinum vafa um það að uppsagnirnar muni hafa mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum. Hann þekki það vel sjálfur eftir að Vinnslustöðin, með hann í brúnni, sagði upp miklum fjölda starfsfólks vegna rekstrarörðugleika. Eftir uppsagnirnar hafi aðeins 150 manns verið í vinnu hjá félaginu. „Fyrir þessar uppsagnir voru í vinnu hjá okkur 330 manns í Vestmannaeyjum. Ég þekkti afleiðingarnar af því þegar við sögðum upp, það var í mörg ár á eftir viðvarandi atvinnuleysi. Menn héldu ekki við húsunum sínum. Það var kreppa og kreppuástand hér í Vestmanneyjum. Það er auðvitað það sem mér finnst lang, langlíklegast að fari af stað víða á landsbyggðinni. Það er ekki bjartsýni og ekki kraftur sem fylgir aukinni skattlagningu, heldur þvert á móti. Nú þurfa menn að fara í vörnin, pakka í hana og gera það sem gera þarf. Sem er mjög óþægilegt fyrir samfélögin og fólkið í kring.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Vinnslustöðin greindi frá lokun bolfiskvinnslunni Leo Seafood og uppsögn fimmtíu starfsmanna í dag. Í tilkynningu þess efnis á vef félagsins sagði að undanfarnar vikur hafi stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. „Það er ekki flókið, það er bara eins og er í fréttatilkynningunni, Það er búið að leggja á okkur það sem við reiknum út að séu um 850 milljóna króna veiðigjöld, sem við þurfum að bera. Þessar 850 milljónir eru miklir peningar í augum Vinnslustöðvarinnar og við þurfum að bregðast við. Það er augljóst mál að Vinnslustöðin sjálf er skuldsett sjálf eftir kaupin á Ós og Þórunni Sveinsdóttur og við þurfum að borga okkar skuldir. Það er það sem við þurfum að gera og við þurfum að bregðast við því með því að spara og okkar niðurstaða, þegar við erum búin að reikna út alla möguleika hérna í Vestmannaeyjum, er að sá möguleiki sem gefur okkur mesta sparnaðinn er að loka Leo Seafood,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Langt í land Sigurgeir segir að með hagræðingunni sparist um 350 til 500 milljónir króna sem sparist á ári. Sé miðað við 400 milljónir standi 450 milljónir króna eftir, sem þurfi að leita annars staðar. „Við munum aldrei ná þessum 850 milljónum. Þetta er ekki flókið, þetta endar náttúrulega á fólki, saklausu fólki sem er búið að vinna hjá Leo Seafood í langan tíma og hjá fyrri eigendum þar. Harðduglegu og góðu fólki sem hefur lagt sig allt fram og þetta er hin sorglega niðurstaða.“ Stjórnendur geri sér sér grein fyrir því að eitthvað af milljónunum 850 muni lenda á Vinnslustöðinni en þeir muni auðvitað halda áfram að finna aðrar leiðir til hagræðingar. „Þetta er auðvitað bara fyrsta og stærsta aðgerðin en ég held að ég geti sagt það að í kjölfarið verða engar svona fjöldauppsagnir. En við munum skoða hvern einasta krók og hvern og hvern einasta kima í félaginu og reyna og hagræða og spara og breyta rekstri. Þetta mun alltaf á endanum hafa áhrif á starfsfólk, þetta hefur áhrif á þjónustuaðila, þetta hefur áhrif á fjárfestingar og þetta hefur áhrif á getu félagsins til framtíðar. Þannig að þetta er á allan hátt vont fyrir félagið og fyrir samfélagið í Eyjum.“ Ætluðu sér að komast í gegnum skaflinn Í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar sagði að rekstur Leo Seafood hafi verið þungur. Gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna hafi gert það að verkum. Sigurgeir segir að þegar félagið keypti Leo Seafood og Ós hafi það verið einlægur ásetningur stjórnenda að halda rekstrinum félaganna áfram. Þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hafi árangur náðst og stjórnendur og starfsfólk Leo Seafood staðið sig vel. „Auðvitað vildum við komast í gegnum þennan skafl en þetta er hin sorglega niðurstaða. Við hefðum ætlað og ætluðum að halda áfram, bara svo það sé sagt.“ Kreppuástand fram undan víða á landsbyggðinni Sigurgeir velkist ekki í neinum vafa um það að uppsagnirnar muni hafa mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum. Hann þekki það vel sjálfur eftir að Vinnslustöðin, með hann í brúnni, sagði upp miklum fjölda starfsfólks vegna rekstrarörðugleika. Eftir uppsagnirnar hafi aðeins 150 manns verið í vinnu hjá félaginu. „Fyrir þessar uppsagnir voru í vinnu hjá okkur 330 manns í Vestmannaeyjum. Ég þekkti afleiðingarnar af því þegar við sögðum upp, það var í mörg ár á eftir viðvarandi atvinnuleysi. Menn héldu ekki við húsunum sínum. Það var kreppa og kreppuástand hér í Vestmanneyjum. Það er auðvitað það sem mér finnst lang, langlíklegast að fari af stað víða á landsbyggðinni. Það er ekki bjartsýni og ekki kraftur sem fylgir aukinni skattlagningu, heldur þvert á móti. Nú þurfa menn að fara í vörnin, pakka í hana og gera það sem gera þarf. Sem er mjög óþægilegt fyrir samfélögin og fólkið í kring.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira