Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2025 06:46 Árásin var gerð í Annunciation kaþólska skólanum í Minneapolis í gær. Hin 23 ára Robin Westman stóð ein að árásinni. EPA/skjáskót 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira