Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 14:22 Verjandi Lúkasar Geirs, sem er ákærður fyrir manndráp, spurði réttarmeinafræðinginn meðal annars út í læknismeðferð sem Hjörleifur hlaut á spítala eftir að hann fannst. Vísir/Anton Brink Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák. Fimm eru ákærð í málinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Réttarmeinafræðingurinn lýsti fyrir dómi miklum áverkum á líkinu, bæði á höfði og andliti, og svo víðs vegar um búkinn og innvortis. Þeir virtust nýir, enginn markverður áverki hefði verið byrjaður að gróa. Hann taldi áverkana benda til þess að hinn látni hefði orðið fyrir árás. Bæði virtust munstur eftir skósóla á líkinu og áverkar eftir að því er virtust endurtekin högg með áhaldi eða hörðum hlut. Líkamshitinn 32 gráður á vettvangi Hann sagði dánarorsök Hjörleifs líklega hafa verið skaða á öndunarfærum hans, vegna áverka á brjósti og baki. Þá hefði hann orðið fyrir ofkælingu sem hefði ekki hjálpað til, og að minnsta kosti verið meðverkandi dánarorsök. Því hefur verið lýst að saborningarnir hafi skilið Hjörleif eftir í Gufunesi um kalda marsnótt. Réttarmeinafræðingurinn sagði aðra áverka hafa orðið til þess að hann átti erfitt með að færa sig, og í raun kyrrsett hann. Það hefði orðið til þess að hann gæti ekki bjargað sér sjálfur. Fram kom að líkamshiti hins látna hefði mælst 32 gráður á vettvangi, og hafi verið orðinn 35,7 gráður við komu á sjúkrahús. Eðlilegur líkamshiti er um 37 gráður. Hefði verið hægt að bjarga lífi hefði hann komist fyrr í læknishendur? Þá var hann spurður hvort mögulegt hefði verið að bjarga lífi Hjörleifs hefði hann komist í læknishendur, til að mynda á þeim tímapunkti sem sakborningarnir eru taldir hafa farið með hann í Gufunes. Hann sagði það ansi verðuga spurningu. Tíminn hefði ekki unnið með honum á þessum tímapunkti, bæði vegna áverkanna og þess kalda umhverfis sem hann var skilinn eftir í berskjaldaður. Hann sagði erfitt að segja um hvort hefði verið hægt að bjarga lífi Hjörleifs. En líklega hefði getað farið betur hefði hann verið staddur á bráðamóttökunni. Mögulega dreginn eftir malbiki og áhöldum beitt Karl Ingi Vilbergsson, sækjandi málsins, spurði hvort mögulegt væri að hann hefði verið dreginn eftir malbiki. Réttarmeinafræðingurinn sagði það „prýðiskenningu“. Ávarkarnir gæfu það alveg til kynna. Réttarmeinafræðingnum var sýnd mynd af tjakki og felgulykli sem taldir eru hafa verið notaður við árásina, og sagði hann vel mögulegt að einhverjir áverkar hins látna hefðu komið til vegna hans. Það væri þó ekkert hægt að fullyrða um það. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar eins sakbornings málsins, spurði réttarmeinafræðinginn hvort hann hefði getað dregið skýrari ályktanir hefði hann fengið ætluð áhöld í hendurnar og fengið að skoða og bera saman við áverkana. Hann sagði svo vera. Jafnframt spurði Stefán Karl hvort áverkar á höfði hins látna hefðu getað valdið honum dauða, og hann sagði svo vera. Stefán Karl minntist á að í ákærunni á hendur sakborningunum væri talað um hina banvænu áverka sem áverka á höfði. Þá spurði hann einnig út í meðferðina sem Hjörleifur fékk á bráðamóttökunni eftir að þangað var komið. Vitað hafi verið að Hjörleifur væri hjartveikur og hann fengið blóðþrýstingslyf. Spurningin laut að því hvort það hafi verið æskilegt. Réttarmeinafræðingurinn vildi að bráðalæknar myndu frekar svara fyrir það. Þegar hann hafi skoðað sjúkraskýrsluna hafi meðferðin litið eðlilega út, þó hann hafi sagst ekki hafa rýnt í hana sérstaklega. Þá sagði hann að mögulega hafi blóðþrýstingur Hjörleifs verið upp og niður á þeim tímapunkti, og notkunin því mögulega eðlileg. Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26. ágúst 2025 21:03 Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00 Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26. ágúst 2025 11:36 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Réttarmeinafræðingurinn lýsti fyrir dómi miklum áverkum á líkinu, bæði á höfði og andliti, og svo víðs vegar um búkinn og innvortis. Þeir virtust nýir, enginn markverður áverki hefði verið byrjaður að gróa. Hann taldi áverkana benda til þess að hinn látni hefði orðið fyrir árás. Bæði virtust munstur eftir skósóla á líkinu og áverkar eftir að því er virtust endurtekin högg með áhaldi eða hörðum hlut. Líkamshitinn 32 gráður á vettvangi Hann sagði dánarorsök Hjörleifs líklega hafa verið skaða á öndunarfærum hans, vegna áverka á brjósti og baki. Þá hefði hann orðið fyrir ofkælingu sem hefði ekki hjálpað til, og að minnsta kosti verið meðverkandi dánarorsök. Því hefur verið lýst að saborningarnir hafi skilið Hjörleif eftir í Gufunesi um kalda marsnótt. Réttarmeinafræðingurinn sagði aðra áverka hafa orðið til þess að hann átti erfitt með að færa sig, og í raun kyrrsett hann. Það hefði orðið til þess að hann gæti ekki bjargað sér sjálfur. Fram kom að líkamshiti hins látna hefði mælst 32 gráður á vettvangi, og hafi verið orðinn 35,7 gráður við komu á sjúkrahús. Eðlilegur líkamshiti er um 37 gráður. Hefði verið hægt að bjarga lífi hefði hann komist fyrr í læknishendur? Þá var hann spurður hvort mögulegt hefði verið að bjarga lífi Hjörleifs hefði hann komist í læknishendur, til að mynda á þeim tímapunkti sem sakborningarnir eru taldir hafa farið með hann í Gufunes. Hann sagði það ansi verðuga spurningu. Tíminn hefði ekki unnið með honum á þessum tímapunkti, bæði vegna áverkanna og þess kalda umhverfis sem hann var skilinn eftir í berskjaldaður. Hann sagði erfitt að segja um hvort hefði verið hægt að bjarga lífi Hjörleifs. En líklega hefði getað farið betur hefði hann verið staddur á bráðamóttökunni. Mögulega dreginn eftir malbiki og áhöldum beitt Karl Ingi Vilbergsson, sækjandi málsins, spurði hvort mögulegt væri að hann hefði verið dreginn eftir malbiki. Réttarmeinafræðingurinn sagði það „prýðiskenningu“. Ávarkarnir gæfu það alveg til kynna. Réttarmeinafræðingnum var sýnd mynd af tjakki og felgulykli sem taldir eru hafa verið notaður við árásina, og sagði hann vel mögulegt að einhverjir áverkar hins látna hefðu komið til vegna hans. Það væri þó ekkert hægt að fullyrða um það. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar eins sakbornings málsins, spurði réttarmeinafræðinginn hvort hann hefði getað dregið skýrari ályktanir hefði hann fengið ætluð áhöld í hendurnar og fengið að skoða og bera saman við áverkana. Hann sagði svo vera. Jafnframt spurði Stefán Karl hvort áverkar á höfði hins látna hefðu getað valdið honum dauða, og hann sagði svo vera. Stefán Karl minntist á að í ákærunni á hendur sakborningunum væri talað um hina banvænu áverka sem áverka á höfði. Þá spurði hann einnig út í meðferðina sem Hjörleifur fékk á bráðamóttökunni eftir að þangað var komið. Vitað hafi verið að Hjörleifur væri hjartveikur og hann fengið blóðþrýstingslyf. Spurningin laut að því hvort það hafi verið æskilegt. Réttarmeinafræðingurinn vildi að bráðalæknar myndu frekar svara fyrir það. Þegar hann hafi skoðað sjúkraskýrsluna hafi meðferðin litið eðlilega út, þó hann hafi sagst ekki hafa rýnt í hana sérstaklega. Þá sagði hann að mögulega hafi blóðþrýstingur Hjörleifs verið upp og niður á þeim tímapunkti, og notkunin því mögulega eðlileg.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26. ágúst 2025 21:03 Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00 Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26. ágúst 2025 11:36 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26. ágúst 2025 21:03
Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00
Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26. ágúst 2025 11:36