Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2025 07:34 Cook er virtur hagfræðingur. Getty/Drew Angerer Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að reka Lisu Cook, einn stjórnarmanna Seðlabanka Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast um að ákvörðun Trump standist lög og Cook hyggst bera málið undir dómstóla. Trump hefur verið afar óánægður með stjórn bankans og ráðist gegn stjórnarmönnum fyrir að vilja ekki lækka vexti. Cook var skipuð í stjórn bankans árið 2022 og er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórninni. Forsetinn hefur sakað hana um að hafa falsað gögn til að fá hagfelldari lánakjör en Cook hefur neitað sök. „Ég mun ekki segja af mér. Ég mun halda áfram að sinna skyldum mínum til að styðja við bandaríska hagkerfið, líkt og ég hef gert frá 2022,“ sagði Cook í yfirlýsingu. Lögmenn hennar segjast munu grípa til allra þeirra ráða sem þeir geta til að standa vörð um starfið hennar. Árás Trump gegn Cook er sagður liður í fyrirætlunum hans um að ná meirihluta í stjórn Seðlabankans. Sérfræðingar segja forsetann grafa undan sjálfstæði stofnunarinnar, sem á ekki að lúta valdi hans. Ásakanirnar gegn Cook koma frá Bill Pulte, yfirmanni Federal Housing Finance Agency, sem hefur meðal annars eftirlit með húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Pulte hefur sakað Cook um að hafa auðkennt tvær fasteignir sem fast aðsetur sitt á lánagögnum, til þess að tryggja sér betri lánakjör. Pulte vísaði málinu til dómsmálaráðuneytisins, sem hefur hafið rannsókn. Trump sagðist í kjölfarið myndu láta Cook fjúka ef hún færi ekki af fúsum og frjálsum vilja. Forsetinn hefur vald til að láta stjórnarmenn Seðlabankans fara en aðeins ef þeir hafa brotið af sér í starfi. Sérfræðingar efast um að ásakanir Pulte dugi til, þar sem Cook hefur ekki hlotið dóm. Þá er málið persónulegs eðlis en varðar ekki störf Cook. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Trump hefur verið afar óánægður með stjórn bankans og ráðist gegn stjórnarmönnum fyrir að vilja ekki lækka vexti. Cook var skipuð í stjórn bankans árið 2022 og er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórninni. Forsetinn hefur sakað hana um að hafa falsað gögn til að fá hagfelldari lánakjör en Cook hefur neitað sök. „Ég mun ekki segja af mér. Ég mun halda áfram að sinna skyldum mínum til að styðja við bandaríska hagkerfið, líkt og ég hef gert frá 2022,“ sagði Cook í yfirlýsingu. Lögmenn hennar segjast munu grípa til allra þeirra ráða sem þeir geta til að standa vörð um starfið hennar. Árás Trump gegn Cook er sagður liður í fyrirætlunum hans um að ná meirihluta í stjórn Seðlabankans. Sérfræðingar segja forsetann grafa undan sjálfstæði stofnunarinnar, sem á ekki að lúta valdi hans. Ásakanirnar gegn Cook koma frá Bill Pulte, yfirmanni Federal Housing Finance Agency, sem hefur meðal annars eftirlit með húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Pulte hefur sakað Cook um að hafa auðkennt tvær fasteignir sem fast aðsetur sitt á lánagögnum, til þess að tryggja sér betri lánakjör. Pulte vísaði málinu til dómsmálaráðuneytisins, sem hefur hafið rannsókn. Trump sagðist í kjölfarið myndu láta Cook fjúka ef hún færi ekki af fúsum og frjálsum vilja. Forsetinn hefur vald til að láta stjórnarmenn Seðlabankans fara en aðeins ef þeir hafa brotið af sér í starfi. Sérfræðingar efast um að ásakanir Pulte dugi til, þar sem Cook hefur ekki hlotið dóm. Þá er málið persónulegs eðlis en varðar ekki störf Cook.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira