„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2025 19:32 Pósturinn með frá og með mánudeginum ekki sinna vörusendingum til Bandaríkjanna. vísir/ernir Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“ Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“
Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira