Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 23:31 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga. Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur. Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur.
Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira