Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2025 15:32 Indíana Rós kynfræðingur segir nóg til af fræðsluefni fyrir leikskólabörn um kynfræðslu sem taki mið af þeirra aldri. Þar sé talað um líkamann, samskipti og vináttu. Aðsend og Vísir/Anton Brink Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir tilkynningum til þeirra ekki hafa fjölgað óeðlilega frá því að greint var frá málinu. „Það er líklegra að það líði meiri tími,“ segir Elísa í samtali við fréttastofu um fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Það sé eðlilegt að umræða veki athygli og það geti leitt til fleiri tilkynninga en það taki líklega meiri tíma en aðeins eina viku. Hún segir marga foreldra hafa leitað til barnaverndar vegna málsins en það hafi frekar verið til að fá upplýsingar um það hvernig eigi að ræða ofbeldi og kynfræðslu við leikskólabörn og hvernig þau geti hlúð að þeim og sjálfum sér í kjölfar svona máls. „Fólki er annt um að spyrja rétt og átta sig á því hvernig á að meta líðan barnsins. Þetta vekur óöryggi meðal fólks sem maður skilur,“ segir Elísa. Barnavernd Reykjavíkur var í síðustu viku með viðveru í Múlaborg og sá starfsfólks, í samvinnu við lögreglu, um könnunarviðtöl við börnin á leikskólanum auk þess sem þau studdu starfsfólk í viðtölum við foreldra og aðra aðstandendur barnanna. Hún segir aðkomu barnaverndar að Múlaborg lokið eins og er. Það sé best fyrir börnin að umhverfi þeirra sé sem eðlilegast. „Við hugsum um þá foreldra sem leita til okkar og þeirra börn, að veita þeim ráðgjöf og tengja þau við Barnahús ef þau vilja sérhæfða ráðgjöf um hvernig þau eigi að spyrja börnin sín,“ segir hún og að foreldrar barna á leikskólanum hafi auk þess getað leitað til sálfræðinga á Norðurmiðstöð. Þá hafi sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði verið með viðveru á leikskólanum síðustu daga til að veita fólki stuðning. Sendu fræðsluefni á alla foreldra Reykjavíkurborg sendi, vegna þess máls, póst á foreldra og forráðamenn allra leikskólabarna í Reykjavík þar sem málið var harmað og foreldrum bent ýmislegt fræðsluefni sem hentar leikskólabörnum. Póstinn sendi Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, en hann minnti í honum einnig á mikilvægi þess að greina alltaf frá þegar grunur er um alvarlegt brot gegn barni. „Sumum finnst skrítið að rætt sé um kynfræðslu í samhengi við leikskólabörn en slíkt er ávallt aldursviðeigandi og á leikskólaaldri fjallar hún til dæmis um að læra um líkamann, vináttu, mörk og samskipti. Kynfræðsla er ein helsta forvörnin gegn kynferðislegu ofbeldi en það gefur börnum þekkingu um hvaða snerting er í lagi og hvað ekki og hvernig þau geta komið orði á það sem þau hafa áhyggjur af,“ sagði í póstinum. Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur og sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, fór yfir póstinn og kynfræðslu leikskólabarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Indíana segir mikilvægt að fræða öll börn um kynfræðslu, leikskólabörn líka. Alhliða kynfræðsla taki mið af aldri barna og á leikskólaaldri sé til dæmis lögð áhersla á að vera góður vinur, um samskipti og um líkamann og hvað allir líkamspartar heita. „Ekki bara kynfærin, heldur allur líkaminn, augu, eyru. Allt þetta er kynfræðsla.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar taki samtalið við börn sín. Þau ræði við börnin um líkamann, um snertingu og hvað sé góð og slæm snerting, hvað sé óþægileg og óörugg snerting og að hún meiði ekki endilega. „Við erum svo gjörn á að kenna börnunum okkar að það megi ekki meiða og þau eigi að láta vita ef einhver meiði þau. Tökum sem dæmi að einhver strjúki innanvert læri á barni, það er ekki vont en þetta er samt óörugg snerting,“ segir Indíana og það sé mikilvægt að kenna börnum það. Þá segir hún einnig nauðsynlegt að kenna þeim hvað kynfærin heita. Þau verði að vita hvað líkamspartarnir heita ef eitthvað kemur fyrir og mikilvægt sé að allir noti sömu orðin. Það sé typpi og píka. Það sé kannski í lagi að nota líka gælunöfn eins og pjalla og bibbi en það þurfi öll börn að tala sama tungumálið og einfaldast sé því að nota rétt orð. Mikilvægt að nota rétt orð í stað gælunafna „Ég tek oft dæmi um það að mamma mín er bandarísk og kenndi mér að nota orðið cookie. Ímyndið ykkur að ég væri fjögurra ára og þið væruð leikskólastarfsmenn, eða fólk sem ég þekkti, og ég kæmi til ykkar og segði að það væri einhver að taka í cookie-ið mitt. Hvernig hefðuð þið brugðist við?“ spurði Indíana þáttastjórnendur. Fólk gæti allt eins brugðist þannig við að segja henni að ná sér bara í aðra köku. Hefði hún sagt að einhver hefði verið að fikta í píkunni á henni þá yrðu viðbrögðin væntanlega öðruvísi. „Það er allt annað samtal.“ Börn verði að hafa orðaforða til að geta sagt frá Indíana segir fræðsluefnið sem sent var með póstinum á foreldra hafa verið lengi í vinnslu og í því sé að finna aldursskipt námsefni. Í tengslum við Viku 6, kynfræðsluviku sem árlega er haldinn í febrúar, hafi ár verið búinn til pakki fyrir leikskólabörn í tengslum við þema vikunnar í ár sem var „líkaminn og kynfæri“. Indíana segir auðvelt að grípa til þessa efnis. Allir leikskólar hafi fengið þetta efni sent á þeim tíma og noti það en það sé eðlilegt, þegar mál eins og í Múlaborg kemur upp, að foreldrar hafi áhyggjur og vilji bregðast við. Pósturinn hafi verið sendur foreldrum til valdeflingar svo að þau hefðu rétt tæki og tól til að ræða við börnin sín. Indíana segir mörgum þykja óþægilegt að ræða kynfræðslu við leikskólabörn. Þegar hún útskýri fyrir kennurum og foreldrum hvað nákvæmlega felist í kynfræðslu fyrir leikskólabörn geri flestir sér grein fyrir að þetta sé þegar eitthvað sem þau eru að kenna börnum. Til dæmis um vináttu eða að skeina sér og annað tengt hreinlæti. „Við viljum að börn hafi orð og þekkingu ef eitthvað kemur upp,“ segir Indíana og að það sé mikilvægt að valdefla börn líka. Sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði hafa aðstoðað starfsfólk Múlaborgar frá því að málið kom upp. Vísir/Anton Brink Betra að tala um líkamsparta en einkasvæði eða einkastaði Hvort það eigi að tala um einkastaði segist Indíana hrifnari af því að tala um píku, typpi og rass og tala frekar um að þessir staðir séu extra viðkvæmir. Það sé önnur snerting sem er líka óþægileg, eins og að strjúka innanvert læri. Læri sé ekki flokkað sem einkasvæði en þetta sé líkami barns og það sé óörugg og óþægileg snerting. Hún segir auk þess sum börn mjög bókstafleg og gætu haldið að einhver óviðeigandi snerting væri í lagi bara því hún á sér ekki stað á þeim stöðum á þeirra líkama sem flokkaðir eru sem einkastaðir. Indíana segir fólk verða að hugsa um kynfræðslu bæði sem forvörn en svo líka, ef eitthvað kemur upp, að þá hafi börnin þekkingu og orðaforða til að geta greint frá því. Brotin séu sjaldnast þannig að það byrji með alvarlegu broti. Oftast sé það stigvaxandi hegðun sem endi með ofbeldisbroti. Fræðsluefnið sem vísað er til í póstinum til foreldra má finna hér: Eitt skref í einu Upplýsingar um úrræði og frekari upplýsingar Fræðslutorg Barna- og fjölskyldustofu -BOFS Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir tilkynningum til þeirra ekki hafa fjölgað óeðlilega frá því að greint var frá málinu. „Það er líklegra að það líði meiri tími,“ segir Elísa í samtali við fréttastofu um fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Það sé eðlilegt að umræða veki athygli og það geti leitt til fleiri tilkynninga en það taki líklega meiri tíma en aðeins eina viku. Hún segir marga foreldra hafa leitað til barnaverndar vegna málsins en það hafi frekar verið til að fá upplýsingar um það hvernig eigi að ræða ofbeldi og kynfræðslu við leikskólabörn og hvernig þau geti hlúð að þeim og sjálfum sér í kjölfar svona máls. „Fólki er annt um að spyrja rétt og átta sig á því hvernig á að meta líðan barnsins. Þetta vekur óöryggi meðal fólks sem maður skilur,“ segir Elísa. Barnavernd Reykjavíkur var í síðustu viku með viðveru í Múlaborg og sá starfsfólks, í samvinnu við lögreglu, um könnunarviðtöl við börnin á leikskólanum auk þess sem þau studdu starfsfólk í viðtölum við foreldra og aðra aðstandendur barnanna. Hún segir aðkomu barnaverndar að Múlaborg lokið eins og er. Það sé best fyrir börnin að umhverfi þeirra sé sem eðlilegast. „Við hugsum um þá foreldra sem leita til okkar og þeirra börn, að veita þeim ráðgjöf og tengja þau við Barnahús ef þau vilja sérhæfða ráðgjöf um hvernig þau eigi að spyrja börnin sín,“ segir hún og að foreldrar barna á leikskólanum hafi auk þess getað leitað til sálfræðinga á Norðurmiðstöð. Þá hafi sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði verið með viðveru á leikskólanum síðustu daga til að veita fólki stuðning. Sendu fræðsluefni á alla foreldra Reykjavíkurborg sendi, vegna þess máls, póst á foreldra og forráðamenn allra leikskólabarna í Reykjavík þar sem málið var harmað og foreldrum bent ýmislegt fræðsluefni sem hentar leikskólabörnum. Póstinn sendi Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, en hann minnti í honum einnig á mikilvægi þess að greina alltaf frá þegar grunur er um alvarlegt brot gegn barni. „Sumum finnst skrítið að rætt sé um kynfræðslu í samhengi við leikskólabörn en slíkt er ávallt aldursviðeigandi og á leikskólaaldri fjallar hún til dæmis um að læra um líkamann, vináttu, mörk og samskipti. Kynfræðsla er ein helsta forvörnin gegn kynferðislegu ofbeldi en það gefur börnum þekkingu um hvaða snerting er í lagi og hvað ekki og hvernig þau geta komið orði á það sem þau hafa áhyggjur af,“ sagði í póstinum. Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur og sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, fór yfir póstinn og kynfræðslu leikskólabarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Indíana segir mikilvægt að fræða öll börn um kynfræðslu, leikskólabörn líka. Alhliða kynfræðsla taki mið af aldri barna og á leikskólaaldri sé til dæmis lögð áhersla á að vera góður vinur, um samskipti og um líkamann og hvað allir líkamspartar heita. „Ekki bara kynfærin, heldur allur líkaminn, augu, eyru. Allt þetta er kynfræðsla.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar taki samtalið við börn sín. Þau ræði við börnin um líkamann, um snertingu og hvað sé góð og slæm snerting, hvað sé óþægileg og óörugg snerting og að hún meiði ekki endilega. „Við erum svo gjörn á að kenna börnunum okkar að það megi ekki meiða og þau eigi að láta vita ef einhver meiði þau. Tökum sem dæmi að einhver strjúki innanvert læri á barni, það er ekki vont en þetta er samt óörugg snerting,“ segir Indíana og það sé mikilvægt að kenna börnum það. Þá segir hún einnig nauðsynlegt að kenna þeim hvað kynfærin heita. Þau verði að vita hvað líkamspartarnir heita ef eitthvað kemur fyrir og mikilvægt sé að allir noti sömu orðin. Það sé typpi og píka. Það sé kannski í lagi að nota líka gælunöfn eins og pjalla og bibbi en það þurfi öll börn að tala sama tungumálið og einfaldast sé því að nota rétt orð. Mikilvægt að nota rétt orð í stað gælunafna „Ég tek oft dæmi um það að mamma mín er bandarísk og kenndi mér að nota orðið cookie. Ímyndið ykkur að ég væri fjögurra ára og þið væruð leikskólastarfsmenn, eða fólk sem ég þekkti, og ég kæmi til ykkar og segði að það væri einhver að taka í cookie-ið mitt. Hvernig hefðuð þið brugðist við?“ spurði Indíana þáttastjórnendur. Fólk gæti allt eins brugðist þannig við að segja henni að ná sér bara í aðra köku. Hefði hún sagt að einhver hefði verið að fikta í píkunni á henni þá yrðu viðbrögðin væntanlega öðruvísi. „Það er allt annað samtal.“ Börn verði að hafa orðaforða til að geta sagt frá Indíana segir fræðsluefnið sem sent var með póstinum á foreldra hafa verið lengi í vinnslu og í því sé að finna aldursskipt námsefni. Í tengslum við Viku 6, kynfræðsluviku sem árlega er haldinn í febrúar, hafi ár verið búinn til pakki fyrir leikskólabörn í tengslum við þema vikunnar í ár sem var „líkaminn og kynfæri“. Indíana segir auðvelt að grípa til þessa efnis. Allir leikskólar hafi fengið þetta efni sent á þeim tíma og noti það en það sé eðlilegt, þegar mál eins og í Múlaborg kemur upp, að foreldrar hafi áhyggjur og vilji bregðast við. Pósturinn hafi verið sendur foreldrum til valdeflingar svo að þau hefðu rétt tæki og tól til að ræða við börnin sín. Indíana segir mörgum þykja óþægilegt að ræða kynfræðslu við leikskólabörn. Þegar hún útskýri fyrir kennurum og foreldrum hvað nákvæmlega felist í kynfræðslu fyrir leikskólabörn geri flestir sér grein fyrir að þetta sé þegar eitthvað sem þau eru að kenna börnum. Til dæmis um vináttu eða að skeina sér og annað tengt hreinlæti. „Við viljum að börn hafi orð og þekkingu ef eitthvað kemur upp,“ segir Indíana og að það sé mikilvægt að valdefla börn líka. Sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði hafa aðstoðað starfsfólk Múlaborgar frá því að málið kom upp. Vísir/Anton Brink Betra að tala um líkamsparta en einkasvæði eða einkastaði Hvort það eigi að tala um einkastaði segist Indíana hrifnari af því að tala um píku, typpi og rass og tala frekar um að þessir staðir séu extra viðkvæmir. Það sé önnur snerting sem er líka óþægileg, eins og að strjúka innanvert læri. Læri sé ekki flokkað sem einkasvæði en þetta sé líkami barns og það sé óörugg og óþægileg snerting. Hún segir auk þess sum börn mjög bókstafleg og gætu haldið að einhver óviðeigandi snerting væri í lagi bara því hún á sér ekki stað á þeim stöðum á þeirra líkama sem flokkaðir eru sem einkastaðir. Indíana segir fólk verða að hugsa um kynfræðslu bæði sem forvörn en svo líka, ef eitthvað kemur upp, að þá hafi börnin þekkingu og orðaforða til að geta greint frá því. Brotin séu sjaldnast þannig að það byrji með alvarlegu broti. Oftast sé það stigvaxandi hegðun sem endi með ofbeldisbroti. Fræðsluefnið sem vísað er til í póstinum til foreldra má finna hér: Eitt skref í einu Upplýsingar um úrræði og frekari upplýsingar Fræðslutorg Barna- og fjölskyldustofu -BOFS
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent