Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 09:19 Konan hugðist bera klútinn í mótmælaskyni en var settur stóllinn fyrir dyrnar af dómstólum. Getty Dómstóll í Þýringalandi í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Buchenwald útrýmingarbúðunum sé heimilt að neita þeim inngöngu sem bera svokallaðan keffiyeh klút. Keffiyeh er hefðbundinn höfuðbúnaður karlmanna í sumum ríkjum Mið-Austurlanda en er einnig tákn stuðningsmanna Palestínu. Það var kona sem fór með málið fyrir dómstóla eftir að henni var neitað um aðgengi að safninu í vor, þar sem hún bar klútinn. Hafði hún í hyggju að sækja viðburð sem efnt var til vegna þess að 80 ár eru liðin frá því að búðirnar voru frelsaðar. Konan fór fram á að dómstólar staðfestu að hún mætti mæta á annan viðburð í þessari viku, með klútinn, en dómstóllinn tók afstöðu með safninu. Stjórnendur safnsins voru sagðir í fullum rétti við ákvarðanatökuna, ekki síst í ljósi yfirlýstra markmiða konunnar, sem vildi bera klútinn til að senda pólitísk skilaboð gegn „einhliða stuðningi safnsyfirvalda við stefnu ísraelskra stjórnvalda“. Safnið hefur sætt gagnrýni eftir að gögnum var lekið þar sem keffiyeh klúturinn var sagður nátengdur tilraunum til að útrýma Ísraelsríki. Framkvæmdastjórinn Jens-Christian Wagner sagði að um mistök væri að ræða. Klúturinn væri ekki tákn einn og sér, heldur þyrfti að horfa á samhengið. Um það bil 340 þúsund manns voru hýstir í Buchenwald, þar af létust 56 þúsund. Sumir voru teknir af lífi, á meðan aðrir létust af völdum vannæringar eða í kjölfar vinnuþrælkunar. Þýskaland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Keffiyeh er hefðbundinn höfuðbúnaður karlmanna í sumum ríkjum Mið-Austurlanda en er einnig tákn stuðningsmanna Palestínu. Það var kona sem fór með málið fyrir dómstóla eftir að henni var neitað um aðgengi að safninu í vor, þar sem hún bar klútinn. Hafði hún í hyggju að sækja viðburð sem efnt var til vegna þess að 80 ár eru liðin frá því að búðirnar voru frelsaðar. Konan fór fram á að dómstólar staðfestu að hún mætti mæta á annan viðburð í þessari viku, með klútinn, en dómstóllinn tók afstöðu með safninu. Stjórnendur safnsins voru sagðir í fullum rétti við ákvarðanatökuna, ekki síst í ljósi yfirlýstra markmiða konunnar, sem vildi bera klútinn til að senda pólitísk skilaboð gegn „einhliða stuðningi safnsyfirvalda við stefnu ísraelskra stjórnvalda“. Safnið hefur sætt gagnrýni eftir að gögnum var lekið þar sem keffiyeh klúturinn var sagður nátengdur tilraunum til að útrýma Ísraelsríki. Framkvæmdastjórinn Jens-Christian Wagner sagði að um mistök væri að ræða. Klúturinn væri ekki tákn einn og sér, heldur þyrfti að horfa á samhengið. Um það bil 340 þúsund manns voru hýstir í Buchenwald, þar af létust 56 þúsund. Sumir voru teknir af lífi, á meðan aðrir létust af völdum vannæringar eða í kjölfar vinnuþrælkunar.
Þýskaland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira