„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 17:30 Saint Paul Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlinginn“ á brautum suðvesturhornsins. Samsett mynd Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega.
Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira