Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2025 14:29 Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni. AP/Maya Levin Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er búist við því að formaður herforingjaráðs muni gefa áætluninni blessun sína á næstu dögum og mun herinn þá byrja að kalla inn um sextíu þúsund menn og framlengja þjónustu tuttugu þúsund manna úr varaliðinu til viðbótar. AP fréttaveitan segir að herkvaðning svo margra manna í tæplega tíu milljón manna þjóð hafi án efa umfangsmiklar efnahagslegar og pólitískar afleiðingar, einungis nokkrum dögum eftir að hundruð þúsund Ísraela mótmæltu á götum landsins og kölluðu eftir vopnahléi á Gasaströndinni. Leiðtogar Gasa samþykktu í gær tillögur að sextíu daga vopnahléi í skiptum fyrir það að þeir slepptu tíu gíslum úr haldi. Sú tillaga var runnin undan rifjum sáttasemjara frá Egyptalandi og Katar en ríkisstjórn Ísrael svaraði því óformlega með kröfu um að öllum fimmtíu gíslunum yrði sleppt. Talið er að einungis tuttugu þeirra séu enn á lífi. Ísraelar hafa ekki enn svarað formlega en Times of Israel segir tillöguna enn til skoðunar. Hermennirnir eru sagðir eiga að vera sendir til hverfa borgarinnar þar sem Ísraelar telja Hamas-liða enn virka. Sérstök áhersla verður lögð á göng samtakanna í borginni, sem talin eru umfangsmikil. Ekki liggur fyrir hvenær þessar aðgerðir eiga að hefjast en það gæti gerst á næstu dögum. Hundruð þúsunda manna hafa leitað sér skjóls í Gasaborg frá því árásir Ísraela á Gasaströndina hófust fyrir um 22 mánuðum. Þjóðarleiðtogar víða um heim, þar á meðal bandamenn Ísrael, sem og forsvarsmenn mannréttindasamtaka, hafa fordæmt áætlanirnar og varað við því að áframhaldandi árásir á Gasaströndina og hernám Gasaborgar muni auka enn frekar á þjáningar íbúa þar, sem séu þegar flestir á vergangi og standa frammi fyrir hungursneyð. Neyðarbirgðum varpað á Gasaströndina.AP/Abdel Kareem Hana Talið er að fleiri en 62 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela frá því þær hófust. Einnig er talið að rúmlega 90 prósent heimila hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Heilbrigðiskerfi Gasa er hrunið og má segja það sama um vatnsveitur. Réðust á varðstöð hersins Talsmenn ísraelska hersins sögðu í morgun að að minnsta kosti átján vopnaðir menn hafi komið úr göngum í Khan Younis í suðurhluta Gasastrandarinnar í morgun og ráðist á varðstöð Ísraela. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að fanga ísraelska hermenn en þeir eru sagðir hafa verið með börur með sér. Einhverjir vígamannanna eru sagðir hafa komist inn i varðstöðina og skiptust þeir á skotum við ísraelska hermenn. Palestínumenn safna neyðaraðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.AP/Abdel Kareem Hana Þrír hermenn munu hafa særst og herinn segir að minnsta kosti tíu vígamenn hafi verið skotnir eða felldir í loftárás. Átta flúðu aftur ofan í göngin. Talsmenn Qassam-sveitanna, sem er hernaðararmur Hamas, segja að þó nokkrir hermenn hafi verið felldir í árásinni og að leyniskytta hafi skotið hátt settan ísraelskan hermann. Herinn birti í dag myndband sem sagt er sýna árásir á vígamennina í Khan Younis. בקרבות פנים אל פנים: לוחמי חטיבת כפיר חיסלו כעשרה מחבלים לאחר שביצעו ירי לעברםמוקדם יותר היום, יותר מ-15 מחבלים ביצעו התקפה משולבת של ירי מקלעים ונ״ט, ומספר מחבלים חדרו למגנן של כוחות מגדוד נחשון של חטיבת כפיר במרחב ח׳אן יונס. במהלך האירוע, לוחמי החטיבה הצליחו לחסל כ-10 מחבלים… pic.twitter.com/ROGLPWMavY— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) August 20, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17. ágúst 2025 20:01 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Samkvæmt fjölmiðlum ytra er búist við því að formaður herforingjaráðs muni gefa áætluninni blessun sína á næstu dögum og mun herinn þá byrja að kalla inn um sextíu þúsund menn og framlengja þjónustu tuttugu þúsund manna úr varaliðinu til viðbótar. AP fréttaveitan segir að herkvaðning svo margra manna í tæplega tíu milljón manna þjóð hafi án efa umfangsmiklar efnahagslegar og pólitískar afleiðingar, einungis nokkrum dögum eftir að hundruð þúsund Ísraela mótmæltu á götum landsins og kölluðu eftir vopnahléi á Gasaströndinni. Leiðtogar Gasa samþykktu í gær tillögur að sextíu daga vopnahléi í skiptum fyrir það að þeir slepptu tíu gíslum úr haldi. Sú tillaga var runnin undan rifjum sáttasemjara frá Egyptalandi og Katar en ríkisstjórn Ísrael svaraði því óformlega með kröfu um að öllum fimmtíu gíslunum yrði sleppt. Talið er að einungis tuttugu þeirra séu enn á lífi. Ísraelar hafa ekki enn svarað formlega en Times of Israel segir tillöguna enn til skoðunar. Hermennirnir eru sagðir eiga að vera sendir til hverfa borgarinnar þar sem Ísraelar telja Hamas-liða enn virka. Sérstök áhersla verður lögð á göng samtakanna í borginni, sem talin eru umfangsmikil. Ekki liggur fyrir hvenær þessar aðgerðir eiga að hefjast en það gæti gerst á næstu dögum. Hundruð þúsunda manna hafa leitað sér skjóls í Gasaborg frá því árásir Ísraela á Gasaströndina hófust fyrir um 22 mánuðum. Þjóðarleiðtogar víða um heim, þar á meðal bandamenn Ísrael, sem og forsvarsmenn mannréttindasamtaka, hafa fordæmt áætlanirnar og varað við því að áframhaldandi árásir á Gasaströndina og hernám Gasaborgar muni auka enn frekar á þjáningar íbúa þar, sem séu þegar flestir á vergangi og standa frammi fyrir hungursneyð. Neyðarbirgðum varpað á Gasaströndina.AP/Abdel Kareem Hana Talið er að fleiri en 62 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela frá því þær hófust. Einnig er talið að rúmlega 90 prósent heimila hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Heilbrigðiskerfi Gasa er hrunið og má segja það sama um vatnsveitur. Réðust á varðstöð hersins Talsmenn ísraelska hersins sögðu í morgun að að minnsta kosti átján vopnaðir menn hafi komið úr göngum í Khan Younis í suðurhluta Gasastrandarinnar í morgun og ráðist á varðstöð Ísraela. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að fanga ísraelska hermenn en þeir eru sagðir hafa verið með börur með sér. Einhverjir vígamannanna eru sagðir hafa komist inn i varðstöðina og skiptust þeir á skotum við ísraelska hermenn. Palestínumenn safna neyðaraðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.AP/Abdel Kareem Hana Þrír hermenn munu hafa særst og herinn segir að minnsta kosti tíu vígamenn hafi verið skotnir eða felldir í loftárás. Átta flúðu aftur ofan í göngin. Talsmenn Qassam-sveitanna, sem er hernaðararmur Hamas, segja að þó nokkrir hermenn hafi verið felldir í árásinni og að leyniskytta hafi skotið hátt settan ísraelskan hermann. Herinn birti í dag myndband sem sagt er sýna árásir á vígamennina í Khan Younis. בקרבות פנים אל פנים: לוחמי חטיבת כפיר חיסלו כעשרה מחבלים לאחר שביצעו ירי לעברםמוקדם יותר היום, יותר מ-15 מחבלים ביצעו התקפה משולבת של ירי מקלעים ונ״ט, ומספר מחבלים חדרו למגנן של כוחות מגדוד נחשון של חטיבת כפיר במרחב ח׳אן יונס. במהלך האירוע, לוחמי החטיבה הצליחו לחסל כ-10 מחבלים… pic.twitter.com/ROGLPWMavY— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) August 20, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17. ágúst 2025 20:01 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17. ágúst 2025 20:01
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53