Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar