Kalt stríð sé í gangi á netinu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:50 Ýmir mun fara yfir netöryggismál og árásir þjóðríkja og glæpahópa á málþingi á morgun. Bylgjan Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. Ýmir fór yfir slíkar árásir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hakkarana komast inn í humátt á eftir starfsfólki og því sé ekki endilega tekið eftir því. Þannig vinni til dæmis hakkarahópar frá Kína og þeir hafi komið sér fyrir víða í innviðum í Bandaríkjunum. Í Norður-Kóreu séu börn sérstaklega þjálfuð til að vera netöryggismenn eða nethakkarar. Hann segir markmið þessara hópa að skapa glundroða. Hann segir slíkar sveitir starfandi víða um heim, í Kína, Rússlandi, Norður Kóreu, en einnig í Ísrael, Sádi-Arabíu, Íran, Víetnam og Taívan. Á Vesturlöndum séu einnig starfandi stórir hópar. „Það er sól og sumarylur hér en það er kalt stríð á netinu,“ segir Ýmir. Hann segir að um leið og fólk fari að kynna sér þetta sjái það hversu algengt þetta er og að sama skapi vakni strax spurningar um af hverju þetta megi og af hverju ekki meira sé gert til að koma í veg fyrir það. Hann segir mikilvægt að tryggja eftirlit svo ríki viti hvað er í gangi. Það sé skortur á því á Íslandi. „Við erum vön því að geta verið í súld og stinningskalda í Norður-Atlantshafi þar sem enginn er að fara að koma inn með einhvern landher en það eru engin landamæri á Internetinu. Það er svo auðvelt að koma hingað inn,“ segir hann. Dæmi um þetta sé aukning í gagnagíslatökum á Íslandi. Hann segir glæpahópa fjármagna þessa glæpi en einnig stjórnvöld óvinveittra ríkja. Þannig sé rekstur þeirra fjármagnaður. Sem dæmi hafi Keystrike tekist að rekja milljarð Bandaríkjadala í lausnargjald í fyrra til ríkja. Vesturlönd og önnur lönd með fólk í vinnu Hann segir Vesturlöndin einnig hafa fjölda manns í vinnu en þeirra markmið sé frekar að afla upplýsinga en að ráðast á óvinveitt ríki. Það séu aðrar leikreglur í gangi í Rússlandi. Ýmir segir mikla grósku í netöryggi á Íslandi. Það séu fyrirtæki starfandi á Íslandi við netöryggi, netvarnir og annað slíkt sem þjónusti alþjóðleg fyrirtæki. Það sé áhugavert að fylgjast með því. Hann segir marga hafa samband eftir að árás hefur átt sér stað og oft og tíðum sé miklu dýrara að verða fyrir árás en að greiða fyrir almennilegar varnir. Á Vesturlöndum sé hver árás virði um sex til tíu milljóna bandaríkjadala. Það sé dreifing en það sé sérstaklega herjað á lítil fyrirtæki vegna þess að þau borga nær alltaf lausnargjald. Viðtalið er að ofan en þessi mál verða rædd á málþingi á morgun á Grand hótel. Þar mun Ýmis fara yfir árásir þjóðríkja á lykilinnviði Vesturland og Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, fer yfir þróun þjóðaröryggis á Íslandi og hvernig hefðbundin nálgun, byggð á landfræðilegri einangrun og friðelskandi sjálfsmynd, eigi ekki lengur við í stafrænum heimi. Netglæpir Netöryggi Efnahagsbrot Tækni Bítið Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Ýmir fór yfir slíkar árásir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hakkarana komast inn í humátt á eftir starfsfólki og því sé ekki endilega tekið eftir því. Þannig vinni til dæmis hakkarahópar frá Kína og þeir hafi komið sér fyrir víða í innviðum í Bandaríkjunum. Í Norður-Kóreu séu börn sérstaklega þjálfuð til að vera netöryggismenn eða nethakkarar. Hann segir markmið þessara hópa að skapa glundroða. Hann segir slíkar sveitir starfandi víða um heim, í Kína, Rússlandi, Norður Kóreu, en einnig í Ísrael, Sádi-Arabíu, Íran, Víetnam og Taívan. Á Vesturlöndum séu einnig starfandi stórir hópar. „Það er sól og sumarylur hér en það er kalt stríð á netinu,“ segir Ýmir. Hann segir að um leið og fólk fari að kynna sér þetta sjái það hversu algengt þetta er og að sama skapi vakni strax spurningar um af hverju þetta megi og af hverju ekki meira sé gert til að koma í veg fyrir það. Hann segir mikilvægt að tryggja eftirlit svo ríki viti hvað er í gangi. Það sé skortur á því á Íslandi. „Við erum vön því að geta verið í súld og stinningskalda í Norður-Atlantshafi þar sem enginn er að fara að koma inn með einhvern landher en það eru engin landamæri á Internetinu. Það er svo auðvelt að koma hingað inn,“ segir hann. Dæmi um þetta sé aukning í gagnagíslatökum á Íslandi. Hann segir glæpahópa fjármagna þessa glæpi en einnig stjórnvöld óvinveittra ríkja. Þannig sé rekstur þeirra fjármagnaður. Sem dæmi hafi Keystrike tekist að rekja milljarð Bandaríkjadala í lausnargjald í fyrra til ríkja. Vesturlönd og önnur lönd með fólk í vinnu Hann segir Vesturlöndin einnig hafa fjölda manns í vinnu en þeirra markmið sé frekar að afla upplýsinga en að ráðast á óvinveitt ríki. Það séu aðrar leikreglur í gangi í Rússlandi. Ýmir segir mikla grósku í netöryggi á Íslandi. Það séu fyrirtæki starfandi á Íslandi við netöryggi, netvarnir og annað slíkt sem þjónusti alþjóðleg fyrirtæki. Það sé áhugavert að fylgjast með því. Hann segir marga hafa samband eftir að árás hefur átt sér stað og oft og tíðum sé miklu dýrara að verða fyrir árás en að greiða fyrir almennilegar varnir. Á Vesturlöndum sé hver árás virði um sex til tíu milljóna bandaríkjadala. Það sé dreifing en það sé sérstaklega herjað á lítil fyrirtæki vegna þess að þau borga nær alltaf lausnargjald. Viðtalið er að ofan en þessi mál verða rædd á málþingi á morgun á Grand hótel. Þar mun Ýmis fara yfir árásir þjóðríkja á lykilinnviði Vesturland og Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, fer yfir þróun þjóðaröryggis á Íslandi og hvernig hefðbundin nálgun, byggð á landfræðilegri einangrun og friðelskandi sjálfsmynd, eigi ekki lengur við í stafrænum heimi.
Netglæpir Netöryggi Efnahagsbrot Tækni Bítið Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira