Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar